8.5.2008 | 00:19
Vor í Berlín
Fer nú á föstudaginn til Berlínar með Kór Vídalínskirkju til Berlínar.
Í Berlín munum við meðal annars verða með tónleika í kirkju sem heitir Segenskirche en hún er staðsett á Prenzlauer Berg. Þar munum við flytja bæði kirkjulega og veraldlega íslenska tónlist.
Hópurinn sem fer telur 34 aðila með mökum og efa ég ekki að það verður skemmtilegt að koma til Berlínar.
Ef einhver á þarna leið um þá býð ég honum hér með á tónleikana, en þeir hefjast á sunnudaginn kl. 18:00 og standa í um eina klst. Held að enginn verði svikinn af þessu
Ég hlakka mikið til að fara til Berlínar
Athugasemdir
Systir mín og mágur eru einmitt að fara til Berlínar á morgun. Góða skemmtun og gangi ykkur vel.
Ásdís Sigurðardóttir, 8.5.2008 kl. 23:51
Takk fyrir Ásdís
Þú getur sagt þeim að ég sé þessi athyglissjúki
Gísli Bergsveinn Ívarsson, 9.5.2008 kl. 00:33
Jæja...þú ert hérmeð klukkaður og átt því að hripa bloggfærslu um 7 hluti sem að þú ert þakklátur fyrir :) Er lífið ekki bara yndislegt?
Áddni, 10.5.2008 kl. 11:18
Sæll Gísli! Allir á leiðinni til Berlínar, enda um yndislega borg að ræða. Ég var svo heppinn að læra tvö ár í Austur-Berlin (1986-88) á sínum tíma og bætti svo við einu ári í Vestur-Berlín.
Farðu varlega í stórborginni!
Kveðja, Guðbjörn Guðbjörnsson
Guðbjörn Guðbjörnsson, 11.5.2008 kl. 12:08
Takk fyrir boðið! Hefði komið svo sannarlega ef ég hefði átt leið hjá!
Edda Agnarsdóttir, 12.5.2008 kl. 23:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.