9.3.2008 | 13:19
See you later aligator
Hér í Flórída er víst eins gott að fara varlega en í vatninu við hliðina á húsinu hjá okkur eru aligatorar og er fólk eindregið ráðið frá því að senda börn niður að vatninu.
Núna einn morguninn maraði einn hér fyrir utan hjá okkur og hefði þess vegna getað verið gróður eða eitthvað annað en hann lét ekkert að sér kræla og beið eftir bráð af einhverju tagi.
Veðrið hér hér í gær var í kaldara lagi en við fórum þá til St. Augustine sem er elsta borg USA. Það mátti vel finna stemminguna sem var á uppvaxtarárum borgarinnar en sennilega hefur oft verið hlýrra þar heldur en var í gær.
Tímabreyting varð hér í dag (nótt) þannig að núna er kominn sumartími en þá myndi maður halda að veðrið ætti að breytast
Ég vona að það verði hlýrra í dag en þeir eru að spá 19 gráðum
Athugasemdir
þið látið náttúrulega ekki plata ykkur þrátt fyrir kyrrstöðu króksa
bestu kveðjur úr kuldanum
Rebbý, 9.3.2008 kl. 13:39
þetta er flott blog og haldu áfram að skrifa hvað þið eruð að bralla þarna úti
sveinn (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 22:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.