27.2.2008 | 22:53
Alger óþarfi að gera svona
Fyrir mína parta þá var ég ánægður með að Eurobandið hafði það af í keppninni en fannst ummæli Friðriks vera bæði ósmekkleg og óþörf.
Maður veit svo sem ekki hvað búið var að gerast á bak við tjöldin en samt held ég að ekkert geti réttlætt þessi ummæli.
Eitt er að kunna að tapa og annað er að kunna að vinna. Friðrik Ómar átti að láta sér nægja að fagna sigrinum og ekki gera lítið úr þeim sem létu í minni pokann.
Ég held að frambærilegasta lagið hafi sigrað keppnina þetta árið
Mikil umræða um ummæli Friðriks Ómars | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sammála.
Ásdís Sigurðardóttir, 28.2.2008 kl. 20:34
Ég var í salnum, og gat ekki heyrt að neitt ljótt hafi verið sagt um friðrik eða móður hanns.
Ég hefði betur metið að heyra hann koma heiðarlega fram en að ljúga svona.
En engin spurning að besta lagið vann.
Ívar Hannesson (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 20:12
bara missti alveg af þessu - en hann kunni ekki að tapa í fyrra og kunni ekki að sigra í ár
Rebbý, 1.3.2008 kl. 11:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.