"Fumlaus" samstaða

Það sem ég tel að sé sorglegast í þessu, fyrir vinstrimenn, er að þeir köstuðu frá sér tækifærinu að halda völdum í borginni. 

Greinilegt er að einingin innan þessa hóps hefur ekki verið meiri en svo að það tókst ekki hjá þeim að mynda samstarfssamning á rúmlega 100 dögum.

Ferðalagið, sem Dagur kallaði svo, hefur greinlega gengið brösuglega og þessi sundurleit hópur hefur villst af leið og ekki fundið "fumlausu" leiðina út.

Ég held að meint samstaða hópsins hafi ekki verið til staðar


mbl.is Segja atburðina í Ráðhúsinu sögulega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þeir skildu þó ekki hafa hugsað sér að láta verkin tala???

Ásdís Sigurðardóttir, 25.1.2008 kl. 00:54

2 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Bara skrípaleikur, því miður. Sorglegt.

Bjarndís Helena Mitchell, 25.1.2008 kl. 01:33

3 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Ef þetta er að láta verkin tala þá er þetta jafnvel enn sorglegra.

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 25.1.2008 kl. 08:55

4 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Gísli ég trúi því ekki upp á þig að þú reynir að troða upp á fyrrverandi nmeirihluta samstöðuleysi?

Karlarnir í þínum flokki þurfa heldur betur að snúa hausnum á sér við, eða bara hætta í pólitík. Þetta er það aumlegasta sem ég hef orðið vitni að í íslenskri pólitík - og hvað með allar þessar frábæru konur sem komast ekkert að fyrir íhaldssemi ykkar karla!

Hanna Birna er löngu búin að sína sína foringjahæfileika og hún er sko engin vonarstjarn lengur , en það er akkúrat nafngift eða orð sem kallarnir nota til að þagga niður í konum.

"Vertu bara þakklát Hanna mín, þú ert nú vonarstjarna okkar Sjallanna".

Edda Agnarsdóttir, 26.1.2008 kl. 01:24

5 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Guðlaugur:  Ég stend með mínu fólki.  Það er meir er hægt er að segja um suma flokka.

Edda:  Ég er á því að einstaklingurinn eigi að njóta sín, ekki karl af því að hann er karl og kona af því að hún er kona.

Við verðum að passa okkur á því að festast ekki í einhverjum kynjakvótum

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 26.1.2008 kl. 18:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband