Barnaspítali Hringsins

Fór í gær ásamt nokkrum vinnufélögum til þess að afhenda peningagjöf starfsmannafélagsins og fyrirtækisins til Barnaspítala Hringsins.  Á staðinn með okkur mættu m.a. 2 jólasveinar og var gaman að sjá hvernig brúnin á litlu hetjunum lyftist þegar rauðklæddu karlarnir komu á svæðið.

Það einhvernvegin þyrmdi yfir mig á staðnum þegar ég hugsaði til þess hvað maður hefur verið lánsamur að eiga hraust og heilbrigð börn, en það tekur örugglega á fjölskyldur, svo maður tali nú ekki um börnin, að ganga í gegnum erfiðleika sem fylgja veikindum.

Ég er þakklátur fyrir að eiga heilbrigð börn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært hjá ykkur að gefa til Hringsins. Ég held að margir foreldrar geri sér ekki grein fyrir því hversu lánsamir þeir eru að eiga heilbrigð börn, maður fattar það ekki fyrr en maður eignast eitt langveikt sjálfur. Eigi þú og þín fjölskylda gleðileg jól.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 20.12.2007 kl. 18:07

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Já, maður er heppinn. Hef sem betur fer bara þurft að vera tímabundið með mín á spítölum, en systurdóttir mín var með hvítblæði og það voru erfiðir tímar, hún komst í gegnum það, en verður samt aldrei söm. Kær kveðja til þín og þinna

Ásdís Sigurðardóttir, 20.12.2007 kl. 23:13

3 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Takk fyrir Magga og Ásdís

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 21.12.2007 kl. 01:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband