26.10.2007 | 17:10
Seljum RÚV - leggjum niður afnotagjöld
Þetta er nú meira ruglið. Hvað kostuðu þessi málaferli RÚV og íslenska ríkið? Getur verið að svona aðgerðir borgi sig?
Teldi eðlilegt, ef ríkið ætlar að halda áfram með þennan rekstur, að taka frekar upp nefskatt í staðin fyrir að innheimta afnotagjöld. RÚV hélt á sínum tíma úti sérstökum innheimtumönnum til þess að elta uppi alla "glæpamennina" sem voru að horfa og hlusta frítt á RÚV miðlana og held ég að þeir séu enn á stjá að leita og fleiri "glæpamönnum" og eru þeir örugglega ekki að vinna frítt.
Sjálfur er ég á því að við eigum að selja RÚV því ríkið eða sveitafélög eiga ekki að standa í samkeppnisrekstri.
Ég er á því að við eigum að selja RÚV
RÚV má innheimta afnotagjöld af útvörpum í atvinnubílum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sammála Gísli. Selja þetta allt.
Þorsteinn Sverrisson, 26.10.2007 kl. 17:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.