25.10.2007 | 17:12
Hvort er verra?
Hvort er verra að misnota börn eða flytja inn og selja eiturlyf? Þessir dómar finnst mér vera í samræmi við glæpinn en þegar kemur að aðilum sem hafa misnotað börn þá eru dómarnir miklu, miklu vægari og er það algjörlega óskiljanlegt.
Er ekki jafn alvarlegt að eyðileggja líf fólks með kynferðislegri misnotkun og að eyðileggja líf fólks með innflutning og sölu á eiturlyfjum?
Ég fagna þessum dómum en kalla líka eftir þyngingu dóma í kynferðisbrotum á börnum
9½ árs fangelsi fyrir fíkniefnasmygl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er alveg rétt hjá þér, framferði dómstóla í þessum málum er illskiljanlegt. Líf barna og fórnarlamba misnotkunar eru ekki metin mikils eftir því sem dómskerfið vill vera láta.
Mér finnst erfitt að hugsa til þess að börn sem hafa sætt ofbeldi af þessu tagi fái aldrei raunverulegt tækifæri til þess að lifa heilbrigðu lífi vegna þess að það leggst svo þungt á sálina.
Hvað er verra en að hrifsa tækifæri til heilbrigðs lífs af saklausum börnum?
Ég fátt ímyndað mér verra.
Anna Lilja, 25.10.2007 kl. 20:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.