Gert fyrir Framsóknarflokkinn?

Eins og alkunna er þá er Guðmundur sonur Steingríms Hermannssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarmannsins og verð ég að segja að hér sé Björn Ingi að hygla aðila sem er tengdur inn í Framsóknarflokkinn. 

Guðmundur er í mínum augum það sem einhver hér kallaði "froðusnakkur" og það helsta sem ég man af hans "afrekum" er að hafa verið þáttarstjórnandi lélegasta sjónvarpsþáttar sem ég man eftir.  Annað man ég ekki eftir að hafa séð til Guðmundar Hermannssonar.

Ég tel gott að hann verði aðstoðarmaður nýs borgarstjóra


mbl.is Nýr aðstoðarmaður borgarstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Já þeir eru svoldið svona þessir ungu strákar eins og td. Sigurður Kári, Gísli Marteinn og Guðlaugur Þór þ.e. þessi Morfís kynslóð,  vonandi rætist úr drengjunum, okkar vegna, þeir eru búnir að erfa landið hvort sem er.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 18.10.2007 kl. 10:09

2 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Guðmundur kemst ekki í hálfkvist við þessa menn.  Sú skoðun mín er ekki bara tilkominn vegna þess að ég er bláeygur

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 18.10.2007 kl. 13:16

3 Smámynd: Baldvin Jónsson

Guðmundur STEINGRÍMSSON er aðallega þekktur fyrir störf sín á Fréttablaðinu til margra ára, þó að hann hafi tekið þarna smá hliðarskref og gert einn lélegan sjónvarpsþátt á leiðinni.

Bakþanka skrif Guðmundar eru t.a.m. ein albesta lesning sem að ég kemst í og engin vafi á því að þarna er á ferðinni skoðanabróðir minn í flestum málum.

Guðmundur er síðan búin að starfa nokkur ár í Samfylkingunni og situr m.a. á Alþingi í dag sem varaþingmaður Árna af Kraganum.

Mín skoðun er sú að Guðmundur, Sigurður Kári (þótt vissulega sé hann mun hrokafyllri) og Guðlaugur Þór eru allir af svipuðu kaliberi. Guðmundur bara alinn upp við að mega segja það sem að honum finnst meðan að hinir tveir eru aldir upp við að segja það sem "flokknum" finnst.

Gísli Marteinn er hins vegar annað mál.  Hann finndist mér frekar eiga að afgreiða bara einhversstaðar barbí dúkkur.  Þar skiptir siðferði nefnilega mun minna máli.

Baldvin Jónsson, 18.10.2007 kl. 15:16

4 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Hm "froðusnakkur" þetta er nú meiri óvirðingin við framtíðarmenn þjóðarinnar! Ég kann vel við Gísla, kannski er það bara vegna þess að hann hefur verið svo mikið í heimsókn hjá manni hér áður, allavega einusinni í viku! Annars þekkir maður ekkert þessa menn, en ef á bara að dæma eftir fjölmiðlunum og gjörðum þeirra að þá er bæði + og - við þessa pilta, Sigurður fær t.d. + fyrir einstaklega gott lundarfar í þættinum TEKIN sem sýndur var á síðasta vetri, Guðlaugur er það sem Össur kallar Graður pólitíkus og hefur eflaust gegnin og góðan vilja, en það koma engir töfrar frá honum. Ég segi það sama og síðasti ræðumaður hér að ofan að Gummi Steingríms var sérlega góður í "bakþönkum" Fréttablaðsins og eins var hann skemmtilegur í Hljómsveitinni Ske, stundum eiga menn að halda sér á sínum stað!

Edda Agnarsdóttir, 18.10.2007 kl. 16:22

5 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Ég sagði bara frá Guðmundi eins og hann hefur bist mér.  Takk fyrir upplýsingarnar Baldvin, breytir reyndar ekki minni skoðun á honum.  Gef mér ekki tíma til þess að lesa Fréttablaðið.  Finnst nóg að lesa málgagnið og 24.

Edda, ég tók þetta "froðusnakkur" upp eftir einhverjum öðrum en fólk leggur misjafna skoðun í það orð. 

Þetta með Sigurð Kára og "Tekinn" er alveg ótrúlegt en það var hreint með ólíkindum hvað hann hélt ró sinni.

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 18.10.2007 kl. 17:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband