12.10.2007 | 21:53
Valhöll getulaus?
Hverskonar málflutningur er þetta hjá talsmanni stjórnmálaflokks sem aldrei hefur setið í ríkisstjórn. Er þá getuleysi VG að kenna að þeir hafa aldrei komist í meirihlutasamstarf á þingi?
Svandís er að tala um þann stjórnmálaflokk sem langflestir kjósendur hafa ákveðið að fylgja en enginn flokkur kemst nálægt því fylgi sem flokkurinn hefur í borg og á þingi.
Núna slá þeir sér á bjóst og segjast vera svo frábærir og góðir en til þess að mynda meirihluta í borginni þurftu þeir að leita til margra af þeirra höfuðandstæðingum, er það ekki getuleysi?
Ég held að Svandís og VG verði að líta í eigin barm áður en þeir bólsóttast út í aðra.
Athugasemdir
Þú ert einn mesti Sjálfstæðismaður sem ég þekki, þekki ég þó marga góða. Oft er betra að líta í eigin barm en láta reiði sína bitna á andstæðingunum. Það gefur oftast betri raun. Lífið er meira en pólitík... sem betur fer.
Kveðja að austan!
Guðmundur Rafnkell Gíslason, 13.10.2007 kl. 12:27
Hæ frændi
Ég lýsi mínum skoðunum á öðrum flokkum hér á netinu. Fer í annan farveg með það sem snýr að flokknum innávið.
Ég er og verð sjálfstæðismaður og er stoltur í meginatriðum af því sem flokkurinn hefur gert. Eitt af því sem hann hefur staðið fyrir er uppbygging álvers á austurlandi. Því hefi ekki verið komið í framkvæmd ef vinstrimenn hefðu stýrt landinu.
Gísli Bergsveinn Ívarsson, 13.10.2007 kl. 22:49
Það er rétt, samt var það Framsóknarflokkurinn sem dró vagninn í uppbyggingunni fyrir austan, við megum ekki gleyma því:)
Guðmundur Rafnkell Gíslason, 14.10.2007 kl. 11:24
Bíddu nú við frændi. Er ekki sagt að Framsóknarflokkurinn hafi aðeins framkvæmt það sem Sjálfstæðisflokkurinn lagði til?
Gísli Bergsveinn Ívarsson, 14.10.2007 kl. 22:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.