Sorpritið líka á netinu

Núna geta þeir hjá DV einnig tekið fólk af lífi á netinu. 

Ég hvet fólk til þess að sniðganga síðuna


mbl.is DV útgáfufélag með nýjan netmiðil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

hahaha! ertu ekki að grínast?

Heiða B. Heiðars, 13.9.2007 kl. 22:26

2 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Grínast með hvað?

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 13.9.2007 kl. 22:39

3 Smámynd: Jón Ingi Stefánsson

Af hverju á að sniðganga síðuna?

Fólkið sem stóð að baki því "lífláti" sem þú vísar væntanlega til kemur ekki nálægt þessari síðu.

Tek undir það sem Heiða segir; Ertu ekki að grínast?

Jón Ingi Stefánsson, 13.9.2007 kl. 22:43

4 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Er fólk virkilega tilbúið til þess að styðja miðil sem setur ósanna hluti á forsíðu?  Myndu þið vilja fá einhverjar upplognar sakir um ykkur á forsíðu DV?

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 13.9.2007 kl. 22:49

5 identicon

Sammála.

Þetta er sorprit og ekkert annað.  Skil ekki alveg comment Heidu og Jóns.  Þau hljóta að hafa sma vit á því að sjá að þú ert ekki að grínast

Baldur (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 22:50

6 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Takk fyrir Baldur að vera sammála mér.

Öllum er að sjálfsögðu heimilt að hafa sínar skoðanir en ekki það að setja hvað sem er á prent eða birta á opinberum vettvangi

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 13.9.2007 kl. 22:54

7 Smámynd: Jón Ingi Stefánsson

Það blað sem þú ert að vísa til Gísli er ekki til lengur nema að nafninu til. DV eins og það er í dag er allt annar fjölmiðill með nýrri ritstjórn, blaðamönnum og eigendum.

Þess vegna sé ég ekki af hverju þú vilt sniðganga þennan nýja vef DV.

Jón Ingi Stefánsson, 13.9.2007 kl. 23:04

8 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Er Jón Ingi að starfa fyrir DV eða 365, ég bara spyr?

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 13.9.2007 kl. 23:21

9 Smámynd: Jón Ingi Stefánsson

Ég starfa hvorki hjá DV né 365. Vil líka taka það fram að DV er ekki hluti af 365 eins og mér sýnist þú halda.

Jón Ingi Stefánsson, 13.9.2007 kl. 23:24

10 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

365 eða Baugur?  Það er sama hvernig þú snýrð þessum teningi.  Útkoman verður alltaf sú sama

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 14.9.2007 kl. 00:17

11 identicon

Er ekki betra að leyfa sakborningunum að brjóta af sér áður en við byrjum að refsa þeim. Ég geri ráð fyrir því að þeir sem skrifa þetta blað núna komi víðs vegar að, Gunnar Smári annar ritstjórann hefur til að mynda skrifað bæði fyrir Fréttablaðið og Blaðið. Var ekki Guðmundur Magnússon sem sér um þessa útgáfu á Morgunblaðinu og Fréttablaðinu?

 Það er auðvitað ekkert að því að menn sniðgangi DV ef þeim sýnist svo, en ég held að flestir kjósi að byggja þá ákvörðun á einhverju sem þeim mislíkar. Mér finnst því eðlilegt að gefa þessum mönnum tækifæri.

Gaddur (IP-tala skráð) 14.9.2007 kl. 01:00

12 identicon

Ekki vil ég missa DV. Margt myndi liggja í láginni ef það segði ekki frá. Án þess væri mörgu sópað undir teppið.

Garri (IP-tala skráð) 14.9.2007 kl. 05:06

13 identicon

Innlent | 14.09.2007 06:48:02 Moggabloggari vill láta sniðganga dv.is Moggabloggarar sem tjá sig um frétt mbl.is um þennan nýja vef dv.is virðast ekki allir í skýjunum af ánægju. Einn þeirra, Gísli Bergsveinn Ívarsson, hvetur fólk til að sniðganga síðuna. Skýringin virðist vera sú að hann telur að dv.is sé vefútgáfa af dagblaðinu DV sem hann kallar sorprit. Rétt er að taka fram að dv.is er ekki vefútgáfa dagblaðsins þótt þessi fjölmiðill eigi væntanlega eftir að birta margvíslegt efni frá blaðinu. Guðmundur Magnússon - gm@dv.is Skoðanir (0) | Senda frétt

Varúð tekið af dv.is.....hahahahahaha.........

Pálmi Freyr (IP-tala skráð) 14.9.2007 kl. 07:13

14 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Takk fyrir Pálmi Freyr

Núna er bara spurning hvort þeir nái að finna eitthvað á mig, satt eða logið, sem gæti átt heima í blaðinu hjá þeim

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 14.9.2007 kl. 08:54

15 Smámynd: Aspartam

Eitthvað rámar mig í að ungur maður hafi verið svo gott sem tekinn af lífi hér á moggablogginu snemma í sumar - eigum við þá ekki að sniðganga það líka?

dv.is er með aðra ritstjórn en DV.

Aspartam, 14.9.2007 kl. 09:23

16 identicon

Gísli hann er samur við sig

æsir fólk upp víða.

Hann minnir stundum líka á mig,

finnst svo gaman að ............st ríða!

Líka í rusli (IP-tala skráð) 14.9.2007 kl. 09:58

17 Smámynd: Rebbý

ekki málið - vanti þeim sögur þá getum við nokkur bjargað þeim um þær
ekki lognmollan í kringum þig félagi - en vissulega er allstaðar hægt að dæma fólk áður en málið er komið í höfn hvort sem það er í DV eða annarsstaðar

Rebbý, 14.9.2007 kl. 11:21

18 identicon

Þú ert kominn á forsíðu dv.is :)

Ari (IP-tala skráð) 14.9.2007 kl. 16:44

19 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Hvaða dj... rugl er þetta endalaust! Ég sé enga ástæðu til að sniðganga DV eða aðra miðla. Í fyrsta lagi eru aðrir við stjórnvölin og í öðru lagi er fullt af óbreyttu starfsfólki þarna sem fær laun fyrir sína vinnu og ég sé enga ástæðu til að hvetja til þess að það fólk missi vinnuna sína

Okkur væri nær að sniðganga svona dramadrottningar eins og þig

ps svona áður en þú ferð að æpa eitthvað um að ég vinni þar.. þá geri ég það ekki né heldur hjá öðrum fyrirtækjum sem tengjast þeim. Ég vinn aftur á móti hjá fyrirtæki sem gæti talist samkeppnisaðili DV

Heiða B. Heiðars, 14.9.2007 kl. 17:01

20 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Ég skil ekki í því hvað fólk er viðkvæmt fyrir því að ég mælist til þess að fólk sniðgangi síðuna.  Haldið þið virkilega að fólk geti ekki metið þetta sjálft?

Var eitthvað búinn að heyra af því að þeir væru að vitna í það sem ég væri að skrifa á moggabloggi, en "kommon", þurfa þeir að sækja "fréttir" á aðra miðla?

Gaman væri að heyra hvað Red glasses er að meina en það hlýtur að vera stór munur af óritskoðuðu eftir á bloggsíðu eða fjölmiðli sem er með ritstjórn og blaðamenn.

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 14.9.2007 kl. 17:17

21 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Viðkvæmt? Þú mælist til þess að miðill sé sniðgenginn og áttir þú von á að allir yrðu sammála þér? Eða má bara kommenta ef maður er sammála? 

Annars hef ég það fyrir reglu að sniðganga bloggara sem hafa ekkert að segja nema linka á frétt og skrifa tvær línur. Hefurðu ekkert að segja maður? 

Heiða B. Heiðars, 14.9.2007 kl. 17:19

22 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Síðasta "komment" fá Árna er eiginlega enn skondnara en það sem ég sagði

Af hverju þarf fólk þá að vera að andmæla því sem ég sagði í upphafi?

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 14.9.2007 kl. 17:47

23 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Þá spyr ég aftur... má bara kommenta hérna ef maður er sammála?

Heiða B. Heiðars, 14.9.2007 kl. 18:14

24 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Engin gremja hjá mér í garð þeirra sem hafa skrifað hér og að sjálfsögðu er fólki heimilt að hafa aðrar skoðanir en ég.

Ég spyr þá á móti, er mér ekki heimilt að hafa mínar skoðanir og setja þær fram?

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 14.9.2007 kl. 20:40

25 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Bíddu... er þetta allt í einu orðin spurning um skoðanir og leyfi til að hafa þær eða ekki? 

Þú varst að hvetja fólk til að sniðganga ákveðin vef án þess að það gæti mögulega verið búið að mynda sér skoðun á honum. Þér er það svo sem velkomið ef þér finnst ástæða til þess... en þar sem þú sérð ástæðu til að birta þetta á opinberu bloggsvæði hlýtur þú að hafa átt von á viðbrögðum, í báðar áttir 

Heiða B. Heiðars, 14.9.2007 kl. 21:02

26 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Það er bara einhvernvegin þannig að þeir sem eru ósammála eru duglegri að koma fram með sínar skoðanir.  Þarna er ég t.d. neikvæður út í ákveðinn fjölmiðil og lýsi því á mínu bloggi.  Er eitthvað athuga vert við það að ég hafi þá skoðun? 

Þú Heiða ert síðan að lýsa því að þú ert þessu ekki sammála og er þér að sjálfsögðu frjálst að gera það.  Heldur þú að ef þú hefðir lent í því að vera borin röngum sökum að einhverjum fjölmiðli að þú væri jákvæð út í hann???  Hvað er þú t.d. þekktir einhvern sem fjölmiðillinn hefði komið illa fram við???

Árni, ég hef ekki sagt að ég vilji ekki að aðrir hafi skoðun á því sem ég hef sagt, finnst bara einkennilegt hvað sumir eru ákveðnir í því að setja út á það að ég hafi leyft mér að segja þetta.  Ég er alveg viss um það að netútgáfa DV á eftir að verða eins misskunarlaus og blaðið hjá þeim.  Þeir munu ekki kanna málin áður en þeir setja fram einhverja hluti og ekki hugsa út í það eru einstaklingar á bað við fréttina og ekki aðeins sá sem verið er að ráðast á heldur líka börn, maki og foreldrar.  Hvaða áhrif myndi hafa á þína fjölskyldu ef einhver blaðamaður myndi t.d. slá því fram að þú værir eyturlyfjasali eða barnaníðingur?  Ef þú ættir börn yrðu þau lögð í einelti og makinn þinn yrði útskúfaður og vinalaus í vinnunni.  Þá held ég að þú yrðir ekki ánægður með fjölmiðilinn sem myndi setja það fram, eða hvað?  Þetta gæti líka hent þinn besta vin eða nákominn ættingja. 

Ég held þú yrðir ekki glaður með svona vinnubrögð

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 14.9.2007 kl. 22:15

27 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Í fyrsta lagi ertu að vísa í gamla DV. dv.is er líka enn annar miðill

Þú ert að setjast í dómarasæti yfir miðli sem er að hefja göngu sína.

Þú ert bara pikkfastur í að tala um miðil sem er ekki lengur til 

Heiða B. Heiðars, 14.9.2007 kl. 23:09

28 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Hvað viltu þá segja Heiða um það sem ég spurði þig???

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 14.9.2007 kl. 23:15

29 Smámynd: halkatla

nú spyr ég einsog fábjáni, hvernig getið þið kommentarar verið að æsa ykkur yfir þessu?

halkatla, 15.9.2007 kl. 19:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband