Eru kennarar á of háum launum?

Eru kennarar á of háum launum, en einhverntíman var ég að spá í þessa hluti og hugsaði með mér að ég yrði ekki ánægðu með þau laun. 

Margir hafa býsnast yfir löngum sumarfríum og "stuttum" vinnutíma og held ég að þannig tal sé byggt á mikilli vanþekkingu þar sem verkefnavinna og yfirferð tekur væntanlega við þegar börnin eru farin heim?  Hvað varðar sumarfrí og annað þá má vel færa rök fyrir því að þau séu stundum löng en  það er samt ekki að greiða reikningana þeirra.

Flesti þeir kennarar sem ég þekki eru í þessu af líf og sál og stunda sína vinnu vel.

Ég er á því að við erum að greiða góðum kennurum góð laun!


mbl.is Kennarasambandið lýsir áhyggjum af ástandi í leik- og grunnskólum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Held við séum öll að tala um sama hlutinn.  Flestir (s.s. ekki allir) þeir kennarar sem við þekkjum eru í þessu af lífi og sál...... Það á að greiða GÓÐUM kennurum góð laun".. en hver á að sortera út þá vondu ?

 Kv. JM

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 10.9.2007 kl. 17:37

2 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Fullt af fólki er að starfa í árangurshvetjandi umhverfi.

Væri það lausn í kennarastétt?

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 10.9.2007 kl. 17:42

3 Smámynd: Guðjón Guðvarðarson

Það þarf að vera hægt að senda þá kennara heim sem ekki skila árangri.  Og hvernig mælum við árangur?  Jú með prófum sem viðkomandi semur ekki sjálfur og er staðlað fyrir allt landið = Samræmd.

Það er löngu kominn tími til að við fáum eitthvað  fyrir þessi laun sem þeir þiggja,  sumir eru að sjálfsögðu velkomnir að  þessum launum og einn og einn jafnvel eitthvað  meira,  en hræddur um að það séu grátlega fáir af þeim sem eru við starfann núna.

Við þá sem eru við störf núna vil ég segja:  Fyrst er að vinna fyrir því sem maður hefur,  áður en farið er að biðja um meira.

Guðjón Guðvarðarson, 10.9.2007 kl. 18:16

4 Smámynd: Baldvin Jónsson

Hverslags dómadags bull Guðjón.  Værir þú tilbúinn til að vinna 70 stunda vinnuviku - 4 vikur í mánuði - fyrir um 200 þúsund??

Kennsluskylda kennara fyrir fulla vinnu er um 26 kennslustundir, ef ég man rétt, á viku. Það tekur kennara (sem enn er vakandi og hefur áhuga á því sem hann er að gera) u.þ.b. 1-2 tíma að undirbúa kennslustundina.  Síðan er eftir að fara yfir verkefnaskil og próf og annað sem til fellur.  Að lágmarki 280 tímar á mánuði hjá áhugasömum kennara.  200.000!!!  Ömurlegt.

Má vissulega bena á þá örfáu sem eru ekki að sinna starfi sínu sem skyldi, stundum eftir langan tíma við störf. Eru kannski fallnir í þá gryfju að "endurvinna" bara sem mest þeir mega og farnir að missa metnaðinn.  En þessi hópur er í minnihluta án vafa, ég eins og þið að ofan tek undir að allir kennarar sem ég þekki eru í kennslu af lífi og sál.

Af hverju er óbreyttur og ólærður skrifstofustarfsmaður/sölumaður/afgreiðslumaður með að m.t. um 250 þús. á mánuði fyrir 170 tíma vinnu á sama tíma?

Hvernig litist þér á Gísli svona í hlutfallslegum samanburði miðað við menntun milli okkar og kennara, að við myndum lækka í launum undir 200 kallinn??

Ég myndi öskra af gremju, engin spurning.

Hitt, varðandi árangurstengingu kennara. Hún er til. Það kerfi er komið á í t.d. framhaldsskólum. Kerfi þar sem að skólastjórnendur geta verðlaunað góða kennara með bættum kjörum, en það er í fyrsta lagi samt afar lítil upphæð sem þeir hafa úr að ráða, og í öðru lagi afar erfitt að meta störf kennara að virðist.  Einkunnir eru aðeins hluti af árangrinum, ánægja nemenda, almenn uppfræðsla o.s.frv. eru m.a. hluti af árangri líka.  Hvernig mælum við það?

Baldvin Jónsson, 11.9.2007 kl. 10:05

5 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Takk fyrir þetta innlegg Baldvin.  Segir það sem segja þarf

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 11.9.2007 kl. 11:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband