27.8.2007 | 21:55
Tilfinningalegt svigrúm
Hvar man ekki eftir manninum sem bað um tifinninningalegt svigrúm en var svo sjálfur mættur í Séð og heyrt þegar það hentaði fyrir hann.
Svona fólk er duglegt í sviðsljósinu þegar allt leikur í lindi en hleypur svo í felur þegar eitthvað bjátar á.
Ég held að fólk verði að axla ábyrgð á gjörðum sínum
Owen Wilson óskar eftir að fá tíma til þess að ná bata í friði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ef þú hleypir gestum inn á heimilið þitt er þá sjálfsagt að þeir vaði inn seinna eins og það sé opið hús? Nei auðvitað ekki.
Fjölmiðlar hafa engan rétt á því að ofsækja þetta fólk þó að það sé þekkt.
Geiri (IP-tala skráð) 27.8.2007 kl. 22:07
Hver er að tala um ofsóknir?
Gísli Bergsveinn Ívarsson, 27.8.2007 kl. 22:09
Ef þú kallar á athygli eins og fígúrarn hefur gert þá getur hann ekki gert ráð fyrir því að fá frí þegar hentar fyrir þig. Þú dregur þitt einkalíf og enbætt inn í sorpblöðin og getur þvi reiknað með því að fjölmiðlar vilji vita hvað er að gerast hjá þér. Hann hefur gert lítið úr þeirri virðingu sem ég hafði fyrir embættinu.
Ég ber virðingu fyrir embættinu en ekki fyrir honum
Gísli Bergsveinn Ívarsson, 27.8.2007 kl. 22:22
Allir eru þeir eins þessir sjálfstæðismenn...
Birkir (IP-tala skráð) 27.8.2007 kl. 23:42
Eins og ég skil Birki þá er hann að meina þetta á jákvæðan hátt
Gísli Bergsveinn Ívarsson, 27.8.2007 kl. 23:48
Leikarar eru bara að gera vinnuna sína eins og aðrir. Þeir verða mun frægari við vinnuna sína vissulega, en finnst þér virkilega að það eigi að trufla mann sem á í miklum erfiðleikum og hugsanlega ýta honum af brúninni afþví hann er frægur? Vandinn við þetta er að sama hve fólk segir annað finnst því skemmtilegt að lesa fréttir um fræga fólkið, svo þessir paparassis fara og skapa fréttir.
Oftast held ég að fræga fólkið sé ekkert of mikið að sækjast eftir athuglinni(jæja þetta fræga fólk sem er ekki annan hvern dag fullt eða útúr dópað keyrandi eins og fávitar), þ.e.a.s. nema þegar myndir/geisladiskar/etc eru að koma út, en það er vinnan eins og auglýsing á nýjum bíl í sjónvarpinu svo...
Gunnar (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 00:42
Maðurinn reyndi að fremja sjálfsvíg. Þetta er ekki eins og hann þurfi á einhverri venjulegri hvíld að halda. Hann á augljóslega mjög bágt greyið. Ömurlegt hvernig þú talar um svona viðkvæmt mál. Hvernig á hann að axla ábyrgð sína?
Og um hvaða embætti ertu að tala?
Ég hef allavega mjög gaman af myndunum hans og ber virðingu fyrir honum.
Boggi (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 01:01
hann er frægur, veit af því, þess vegna er hann að biðja um svigrúm....
hann kom sér auðvitað áfram með athyglissýki eða einhverju með slatta af leiklistarhæfileikum sem gerði hann hæfann í sínu starfi... en hvað um það alltaf gaman að lesa hvað við verðum töff hér á Íslandi gagnvart svona fréttum bæði í bloggi og commentum.
ARV (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 01:05
Ég held það sé best að gefa Gísla tillfinningalegt svigrúm á meðan hann áttar sig á skrifum sínum og öðrum breytingum sem hann er að ganga í gegnum um þessar mundir!
Kveðja Gét ekki .....!
Gét ekki (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 09:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.