Fórnarlömb kommúnista

Að hugsa sér að það skuli vera til svona mikil mannvonska í heiminum en hlutir eins og þessir þekkjast ennþá þó vonandi í mun minni mæli nú en áður.

Fór fyrir einhverjum árum síðan til St. Pétursborgar og mátti sjá það að fátæktin í Sovétríkjunum en enn til þó að fólk hafi það mun betra en var á Stalín tímanum.  Þar fórum við m.a. og skoðuðum postulínsverksmiðju þar sem hámenntaðir listamenn á lúsarlaunum voru að skreyta bolla og diska.  Mánaðarlaun þeirra á þeim tíma voru um 100 dollarar og á því þurftu þeir að framfleyta sér og fjölskyldum sínum. 

Boð og bönn eru enn við líðið í kommúnistaríkjum og verðum við Íslendingar að vera þakklát fyrir það að afturhaldssemi vinstri flokka á Íslandi hefur ekki náð hér fram að ganga.

Heimsótti síðan Berlín á síðasta ári og mátti sjá þar mjög skörp skil á milli gömlu Austur-Berlínar og þess hluta Berlínar sem tilheyrði vestrinu. 

Þýskaland er smám saman að ná sér eftir eyðileggingu kommúnista en uppbyggingin þar hefur tekið 16 ár en það er sami tími og tók sjálfstæðismenn að hreinsa til eftir síðustu vinstri stjórn á Íslandi.

Ég er hægrimaður og aðhyllist frelsi og einkaframtak


mbl.is Minnast fórnarlamba Stalíns-tímans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband