Rökrétt

Er ekki rökrétt að víkja honum úr Sniglunum?  Ég teldi að fleirum ætti að vera vikið úr sniglunum en svona fólk verður til þess að samtökin eru ekki tekin alvarlega.  Ég horfði á það á dögunum að mótorhjólamaður fór á afturdekkinu upp brekkuna fyrir ofan Litlu kaffistofuna.  Sá aðili var greinilega ekki mjög hræddur við vegriðið sem aðrir mótorhjólamenn vildu fá í burtu.

Ég er ekki í Sniglunum


mbl.is Fyrrum formanni Sniglanna vikið úr samtökunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ég sé ekkert athugavert að persónu sé vikið úr félagsskap sem hún vinnur gegn honum.

Ertu búin að sjá leiðbeiningarnar frá mér í gestabókinni?

Edda Agnarsdóttir, 28.6.2007 kl. 09:31

2 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Sorrý átti að vera "vinnur gegn"

Edda Agnarsdóttir, 28.6.2007 kl. 09:32

3 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Takk fyrir aðstoðina.  Núna verð ég vonandi ekki vinalaus

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 28.6.2007 kl. 09:38

4 identicon

Það ætti að reka alla meðlimi Sniglana sem eru uppvísir þess að brjóta umferðarlögin. Það ætti að vera bundið í lög samtakana.

Einar Örn Ólafsson (IP-tala skráð) 28.6.2007 kl. 13:34

5 identicon

Smá innskot á það sem Einar Örn sagði hérna að ofan. Ef það ætti að reka alla félagsmenn úr samtökunum sem verða uppvísir af því að  brjóta umferðalög þá yrðu þessi samtök mjög fljótt bitlaust vopn og mjög einmana félagsskapur. Það er nefnilega þannig að allflestir (taktu eftir allflestir) bifhjólamenn sem einhvern tíma verða uppvísir af því að brjóta lögin.  Það sem ætti að vera er að ef þeir reyna afstungur eða eru síendurtekið að brjóta lögin gróflega þá ætti þetta að koma til tals. En ekki fyrr. Það er nefnilega málið að þeir sem keyra vélknúinn ökutæki fara ekki alltaf eftir hámarkshraða. Tökum sem dæmi Reykjanesbrautin sem ég fer kvölds og morgna ef ég er á 100 km /h þá er ég oft fyrir. Þannig að áður en við förum að setja lög og reglur sem þrengja mjög mikið athafnafrelsi svona samtaka, hvort sem að þau gera það sjálf eða ríkisvaldið, þá skulum við líta í eigin barm áður en við fordæmum aðra.

Lifið heil og hugsum

Ríkharður Hj. (IP-tala skráð) 29.6.2007 kl. 09:47

6 Smámynd: Sævar Einarsson

Ég er að auglýsa síðu sem var sett upp 16 júní með slagorðinu "Hagur umferðar / taktu því rólega | hraðakstur er ekki þitt einkamál" slóðin á hana er http://easy.is og hún verður í framtíðinni partur af http://nullsyn.is

Sævar Einarsson, 30.6.2007 kl. 07:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband