17.5.2007 | 23:06
Steingrímur er pirraður út í Ingibjörgu
Í fjölmiðlum í dag hefur Steingrímur J. Sigfússon verið frekar pirraður (eins og reyndar oft áður) út í Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og hlýtur maður að velta fyrir sér út af hverju það er.
Getur verið að hann sé pirraður yfir því að Ingibjörg lofaði því í aðdraganda kosninga að alveg ljóst væri í hennar huga að fyrsti kostur Samfylkingarinnar væri að ræða við hina flokkana í stjórnarandstöðinni um myndun ríkisstjórnar? Getur verið að hann sé nú pirraður yfir því að Ingibjörg sé núna að ganga á bak þeirra orða? Ætli hann sé núna að komast að því að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sé ekki heil í því sem hún segir? Ætli við sjálfstæðismenn getum treyst orðum Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og Samfylkingarinnar?
Ég skil vel að Steingrímur sé pirraður út í Ingibjörgu og Samfylkinguna.
Ég er líka pirraður út í Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og Samfylkinguna
Steingrímur: Stjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar allt of hægrisinnuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.