13.5.2007 | 23:21
Sætasti strákurinn á ballinu
Daginn eftir kosningar eru Vinstri-Grænir og Samfylkingin strax byrjuð að gera hosur sínar grænar fyrir Sjálfstæðisflokknum en báðir aðilar töldu það hæpinn kost í aðdraganda kosninganna. Hér er að koma í ljós hvað þessir flokkar eru fljótir að skipta um skoðun en þeir hafa án efa fengið töluvert af sína fylgi af því að þeir voru í kosningabaráttunni að tala t.d. Sjálfstæðisflokkinn niður og létu að því liggja að þeir myndu ekki vilja starfa með þeim eftir kosningarnar. Í dag er Geir orðinn sætasti strákurinn á ballinu, örfáum tímun eftir að þeir sögðust vilja mynda ríkisstjórn með stjórnarandstöðunni. Er eitthvað að marka þessa flokka?
Ég vona að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn nái saman.
![]() |
Verið að skoða ýmis mál varðandi hugsanlegt samstarf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.