Sætasti strákurinn á ballinu

Daginn eftir kosningar eru Vinstri-Grænir og Samfylkingin strax byrjuð að gera hosur sínar grænar fyrir Sjálfstæðisflokknum en báðir aðilar töldu það hæpinn kost í aðdraganda kosninganna.  Hér er að koma í ljós hvað þessir flokkar eru fljótir að skipta um skoðun en þeir hafa án efa fengið töluvert af sína fylgi af því að þeir voru í kosningabaráttunni að tala t.d. Sjálfstæðisflokkinn niður og létu að því liggja að þeir myndu ekki vilja starfa með þeim eftir kosningarnar.  Í dag er Geir orðinn sætasti strákurinn á ballinu, örfáum tímun eftir að þeir sögðust vilja mynda ríkisstjórn með stjórnarandstöðunni.  Er eitthvað að marka þessa flokka?

Ég vona að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn nái saman.


mbl.is Verið að skoða ýmis mál varðandi hugsanlegt samstarf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband