Spyrjum að leikslokum

Samkvæmt skoðanakönnun hjá Félagsvísindastofnun  sem var birt í kvöld þá er útlit fyrir að Samfylkingin sé á mikilli siglingu og er það skelfileg þróun sem verður að stoppa.  Ég spái því reyndar ennþá og vona að ríkisstjórnin muni halda velli og starfa áfram saman eftir kosningar. 

Er fólk virkilega búið að gleyma því hvernig var á Íslandi þegar síðasta vinstristjórn var og hét.  Er fólk búið að gleyma atvinnuleysinu sem var þá?  Er fólk búið að gleyma kröfugöngunum þar sem fólk gekk um með skilti sem á stóð "ÉG VIL VINNA"?  Er fólk búið að gleyma manninum sem var kallaður "SKATTMANN"? 

Einhver kann að segja að ég sé með hræðsluáróður en ef fólk hefur áhuga á að kynna sér þetta þá ætti það að verða sér úti um þessa upplýsingar og sjá hvort ég er að fara með fleypur.  Ef fólk finnur ekkert um þetta í heimildum þá skal ég éta allt þetta sem ég segi ofan í mig aftur en ef fólk sér þetta í gömlum fréttum þá ætti það að íhuga vel við hvaða bókstaf það setur X fyrir fram á kjördag.  Hvað annað er hægt að gera en að kynna sér söguna þegar maður ákveður hvað maður á að kjósa?

Ég veit vel hvað ég mun kjósa.  Áfram Ísland.   X-D


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband