21.5.2011 | 11:46
Ég er greinilega í hópi með óvenjulega fólkinu
Þá er ég búinn að komast að því að ég og mín fjölskylda er hluti af óvenjulega fólkinu.
Hvernig getur það gengið til lengdar að maður eins og Steingrímur J. Sigfússon, sem ber jafn litla virðingu fyrir fólki og fjölskyldum, sé fjármálaráðherra á Íslandi?
Hvernig má það vera að maður sem talar fyrir norrænu velferðarsamfélagi láti hluti eins og þessa út úr sér?
Í skjóli hverra situr þessi maður í ráðherraembætti?
Ég fer fram á það að Steingrímur J. Sigfússon biðji mig og "fólk eins og mig" afsökunar
Allir urðu fyrir eignabruna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
´Tek undir það með þér, við eigum inni afsökunarbeiðni hjá manninum. Í raun ætti hann að segja af sér, hann er auðheyranlega ekki starfi sínu vaxinn. Ég er ein af þeim óvenjulegu líka, ég og mitt heimili, og held að meirihluti landsmanna hljóti að tilheyra þeim hópi skv. hans skilgreiningu. Hverjir ætlu séu þá í hinum hópnum? Kæmi mér ekki á óvart að sjá nafn Steingríms og Jóhönnu á þeim lista.
assa (IP-tala skráð) 21.5.2011 kl. 12:47
Hann má skammast sín
Gísli Bergsveinn Ívarsson, 21.5.2011 kl. 16:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.