Á meðan heimilum og fjölskyldum blæðir út

Það er með ólíkindum að fylgjast með forgangsröðun ríkisstjórnarinnar.  Það virðist núna helst liggja á því að banna ljósabekki, verkföll og nektardans á meðan fjölskyldum og heimilum blæðir smám saman út.

Ég hefði talið að önnur mál væru brýnni


mbl.is Alþingi bannar nektardans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Það þarf að láta þjóðna blæða og blæða þar til þeim þóknast að hjálpa... Þá er það líka of seint og þjóðin verður seld í þrældóm og ánauð til Brussel...

Ólafur Björn Ólafsson, 23.3.2010 kl. 17:06

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Við stefnum hraðbyri til Brussel ef við tökum ekki í taumanna!

Sigurður Haraldsson, 23.3.2010 kl. 19:26

3 Smámynd: Arnar Bergur Guðjónsson

Endar þetta bara ekki með því að alþingi blæði?

Þetta er alveg frábær forgangsröðun, næst verður að banna áfengi og sígó.

Arnar Bergur Guðjónsson, 23.3.2010 kl. 19:31

4 identicon

Sæll.

Sammála þessu. Að auki hefur ekki verið sannað að tengsl séu á milli strippstaða hér og mansals eða skipulagðra glæpa. Það gengur ekki að vitna í einhverjar lélegar rannsóknir til að fela eigin fordóma.

Ég er alveg viss um að þessi lög frá því fyrra sem bönnuðu vændi svínvirka, það er ábyggilega ekkert vændi í gangi núna vegna þess að lög voru sett til að banna vændi.

Helgi (IP-tala skráð) 23.3.2010 kl. 19:40

5 Smámynd: Ásdís Helga Jóhannesdóttir

Þú hugsar um að heimili séu að borga of mikið í reikninga og allt sem er í gangi hér á landi sem er satt en getið þið ekki hugsað lengra það er verið að nota líkama kvenna til sölu hér á landi og þið skuluð ekki reyna að rökstyðja það að það sé ekki búið að sanna neitt því það var verið að dæma í mansalsmáli hér á landi um daginn. Hvernig haldið þið að þessum konum líði, þetta er svo alls ekki þeirra val. Nektardansi fylgir eiturlyf,sala á eigin líkama og engin kona né karl mun verða hamingjusöm með það.

Ásdís Helga Jóhannesdóttir, 24.3.2010 kl. 00:53

6 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Ásdís, ég vil ekki eina mínútu reyna að gera lítið úr þeim málum sem þú nefnir en verð samt að benda á að það er mun minna mál og færri tilfelli heldur en sá vandi sem steðjar að heimilum og fjölskyldum landsins.

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 24.3.2010 kl. 09:30

7 identicon

Mér finnst þetta einkar einkennilegt hugarfar.

Á allt að vera á "hold" sem ekki snýr að icesave og slæmri stöðu heimilanna.

Við erum þjóð sem er með flr mál á könnunni og ég er stolt af Íslenska þinginu í dag (langt síðan það gerðist síðast) fyrir að sýna þann þroska og þor að taka slíka ákvörðun.

Ídm (IP-tala skráð) 24.3.2010 kl. 09:34

8 identicon

Ásdís Helga: Í fæstum tilfellum á súlustöðum borgarinnar er um mannsal að ræða. Þvert á móti koma konur hingað til lands og eru sjokkeraðar á góðri aðstöðu og hversu vel er farið með þær á skemmtistöðum borgarinnar.

Núna er ég ekki strippari sjálf, en ég hef tekið að mér að kenna nokkrum stelpum súludans á síðustu mánuðum, auk þess sem þjálfarinn minn var einu sinni að dansa á Óðal. Ég spjalla mikið við þær stelpur sem ég er að þjálfa, og aldrei nokkrun tíman hafa þær verið neitt annað en jákvæðar í garð vinnunnar sinnar, því þær eru jú að fá mjööög vel borgað fyrir það sem þær gera. Bara það eitt er góður punktur við súludans sem starf. Allar þær stelpur sem ég hef þjálfað hafa komið á eigin vegum, vegna þess að þær hafa heyrt af góðri aðstöðu samsystra sinna. Þessar sömu stelpur fara nú til annarra landa þar sem aðstaðan er alls ekki jafn góð. Ég hef persónulega mjög miklar áhyggjur af þeim stelpum sem ég hef þjálfað útaf þessu.

Ég hef ekki sjálfstraustið til að dansa á svona stöðum, auk þess sem mér finnst þetta ekki flokkast sem 'eðlileg vinna', en fyrir þær sem kjósa (kusu) þessa starfsgrein hér á landi: flott hjá þeim, ég öfunda þær að sjálfstraustinu :)

Kv. súlufitness þjálfari, sem myndi sjálfri ekki detta í hug að vinna á súlustað, en hefur áhyggjur af gömlum nemendum sem munu núna mjög líklega leiðast útí þann heim sem þú lýsir í svari þínu ;) 

María (IP-tala skráð) 24.3.2010 kl. 13:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband