Ályktun um skuldavanda heimilanna næst?

Hvenær ætla þessi sömu samtök á álykta um skuldavanda heimilanna?

Ég bara spyr


mbl.is VG félög álykta um nektardans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Landsfundur Ungra Vinstri grænna samþykkti eftirfarandi ályktun á landsfundi sínum 2009; 

Landsfundur Ungra vinstri grænna, haldinn á Hvolsvelli 26.-27. september 2009,  ályktar að eftirfarandi atriði séu mikilvægust við endurreisn íslensks efnahagslífs, eftir hrun þess af völdum frjálshyggju hægristefnu:

  • Að velferðarkerfið verði varið, þannig að tryggt sé að allir landsmenn geti notið viðunandi lífskjara og haldi mannlegri reisn þrátt fyrir efnahagsleg áföll.
  • Að öryggi fjölskyldna sé tryggt með húsnæði fyrir alla; eflingu félagslegs húsnæðiskerfis og varanlegu leiguhúsnæði.
  • Að undið verði ofan af þeim stórauknu álögum á lán heimilanna sem komu til vegna efnahagslegrar óstjórnar undangengin ár og afleiðingar hruns fjármálakerfis landsins.
  • Að sjálfvirkar hækkanir á lánum verði afnumdar, með afnámi vísitölutryggingar og gjaldeyrisviðmiðunar og vöxtum verði haldið í skefjum.
  • Að gætt verði aukins jafnréttis milli lántakenda og lánveitenda þannig að lánveitendur beri sanngjarnan hluta lánaáhættunnar en hún hvíli ekki öll á herðum lántakenda.
  • Að þrengt verði að heimildum lánveitenda til að krefjast annarra veða en lán voru veitt til. Þannig taki lánveitendur sinn skerf af tapi vegna lækkaðs verðmætis þeirra eigna sem lánað var til. Heimili fólks verði tryggð gegn fjárnámi vegna annarra skulda þar sem veð hrökkva ekki til, svo sem vegna eftirstöðva bílakaupalána.
  • Að orkuauðlindir landsins verði nýttar á sjálfbæran og umhverfisvænan hátt til að auka vistvæna orkunýtingu.
  • Að við ákvarðanatöku um ráðstöfun innlendrar orku verði forgangsröðin sú að efla vistvæna, innlenda framleiðslu, skipta úr mengandi orkugjöfum í aðra vistvænni og sjá íslenskum heimilum og atvinnulífi fyrir hagkvæmu orkuverði.
  • Að við val á virkjanaúrræðum og nýrri atvinnustarfsemi verði náttúruvernd og sjálfbærni höfð í öndvegi.
  • Að skotið verði traustari fótum undir íslenskt atvinnulíf með áherslu á aukna fjölbreytni, nýtingu auðlinda í heimabyggð og bætta grunn-, framhalds- og endurmenntun.
  • Að stutt verði við nýsköpun í grunnatvinnugreinum, landbúnaði, sjávarútvegi og iðnaði þar sem frumverðmætasköpun á sér stað. Lögð verði áhersla á bætta og sjálfbæra nýtingu náttúrugæða og eflingu innlendrar framleiðslu.
  • Að stutt verði við nýsköpun í tæknigreinum, hugvísindum og ferðaþjónustu.
  • Að markvisst verði unnið að því að Íslendingar verði sjálfum sér nægir í framleiðslu brýnustu nauðsynja svo sem matvæla og orku, og jafnframt  að útflutningsgreinar verði efldar.
  • Að gert verði upp á ljósan og heiðarlegan hátt við orsakir og afleiðingar þeirrar efnahagslegu kollsteypu sem varð fyrir ári síðan. Bæði þarf að skýra þá pólitísku og hagfræðilegu stefnu sem uppbygging hrunsins byggðist á, þá kerfislægu veikleika sem stjórnunarstefnan fól í sér og þá viðskiptalegu bresti og glæpsamlega athæfi sem þreifst í skjóli þess.
  • Að þeir sem áttu þátt í og báru ábyrgð á því félagslega og fjárhagslega tjóni sem efnahagshrun landsins hefur kallað yfir almenning, sæti ábyrgð og eftir atvikum refsingum vegna athæfis síns.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 24.3.2010 kl. 15:45

2 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Takk fyrir þessa söguskýringu, en hvað af þessu hefur verið komið í framkvæmd???

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 25.3.2010 kl. 06:23

3 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Hvaða máli skiptir skuldavandi heimilanna þegar stöðva þarf starfssemi sem viðgengst í flestum löndum Evrópu a.m.k.?

Vinsamlegast forgangsraða rétt - Súlustaðir - fyrst og öll önnur slík stórmál - vandi heimila-fyrirtækja og annað slíkt smáföndur síðar - nú eða ekki

Ólafur Ingi Hrólfsson, 26.3.2010 kl. 08:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband