25.6.2007 | 11:15
Hvöss útilega
Var í sumarferð með vinnunni núna um helgina en við vorum á Kjarnholti sem er í nágrenni við Geysi. Verulega hvasst var á aðfararnótt laugardagsins en einn tjaldvagn fauk til og brotnuðu í honum súlur og eitt tjald féll og var pakkað niður snemma á laugardagsmorgun. Í fréttum var sagt að verstu hviðurnar hafi verið 16 m/sek þannig að það hrikti ansi vel í stoðum og tjaldsúlum.
Fellihýsið okkar Klöru stóðst þessa raun en við vorum mjög heppin að vera búin að tryggja festingar á fortjaldinu sem var á leiðinni af um kl. 6:00 á laugardagsmorguninn. Rokið hélt áfram á laugardeginum og fór eitt stykki hoppukastali sem við vorum með á smá ferðalag en allt endaði þetta vel og fengum við fínt veður á laugardagskvöld og entist það fram á sunnudagskvöld.
Þetta var í heildina séð góð helgi og lukkaðist þessi sumarferð okkar vel þrátt fyrir smá skakkaföll. Rétt að er hvetja fólk til þess að kynna sér aðstöðuna á Kjarnholti en heimasíðan þar er www.kjarnholt.is.
Ég hlakka strax til næstu útilegu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.6.2007 | 12:42
Kominn aftur
Þá er maður kominn aftur til baka frá Spáni og verð ég að viðurkenna að það var mjög ljúft að vera þarna úti í hitanum og sólinni. Vorum á Vinia Del Mar, Apartaments við "Laugaveginn" og var þetta fínn gististaður og frábær staðsetning. Hitinn þarna var yfirleitt rétt yfir 30 stig og lækkaði niður í um 25-27 á kvöldin. Við höfum áður verið á Benidorm og kom það mjög á óvart að austurlandabúar virðast vera að taka yfir "skranbúðirnar".
Í dag er verið að fara í útilegu sem starfsmannafélagið í vinnunni hjá mér stendur fyrir og verður það án efa mjög skemmtilegt en útilegan er stóluðuð inn á fjölskyldufólk og verður miðkið við að vera fyrir börnin.
Ég hefði alveg verið til í að vera viku í viðbót á Benidorm
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.6.2007 | 23:36
Farinn til Spánar
Snemma á morgun tek ég flugið til Spánar með fjölskyldunni en þar er víst vel heitt og gott að vera.
Ég mun reyna að blogga eitthvað þaðan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.6.2007 | 15:36
"Týpísk" ummæli hjá VG
Kemur ekki á óvart að Steingrímur og VG noti ummæli sem þessi um eitthvað sem er gott.
Ég held að þeir kunni lítið annað en að vera á móti
![]() |
Hrátt frjálshyggju kosningaloforð á sýndarmennskuþingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.6.2007 | 09:48
Framleitt í Frakklandi?
Er ekki líklegt að Alcan muni framleiða þetta annarsstaðar eftir að séð var til þess að álverið myndi ekki fá að stækka í Hafnarfirði.
Ég hefði kosið að þetta hefði verið framleitt á Íslandi
![]() |
Alcan og Airbus gera langtímasamning |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.6.2007 | 09:03
Þarfnast endurskoðunar
Þvílíkt hugsunarleysi að breyta leiðarkerfinu á þennan máta. Við verðum að standa vörð um fólk sem hefur byggt upp landið og sjá til þess að það geti komist ferða sinna.
Ég skora á Strætó að breyta þessari ákvörðun
![]() |
Geta ekki lengur heimsótt aldraða aðstandendur sína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.6.2007 | 23:16
Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Garðabæjar
Mætti í kvöld á aðalfund Sjálfstæðisfélags Garðabæjar. Eftir nokkur ár í stjórn félagsins sagði ég mig úr sjóninni en ég hef lengst af átt þar góðan tíma og hefur starfið þar um margt gefið mér mjög mikið.
Það getur verið mjög gefandi að starfa í félagsskap sem maður hefur trú á og á maður að vita sjálfur hvenær tími er kominn til þess að hætta og taldi ég best að hætta nú. Verð að segja að það var ekki auðveld ákvörðun en eftir umhugsun þá ákvað ég að nú væri þetta orðið ágætt enda einsýnt að ég myndi ekki geta komið að starfinu eins og ég hefði helst kosið sjálfur.
Ég vona að Sjálfstæðisfélagi Garðabæjar muni farnast vel og að starfið þar eigi eftir að eflast og blómgast.
Ég mun örugglega sakna þess að vera ekki lengur í stjórn Sjálfstæðisfélags Garðabæjar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.6.2007 | 14:13
Er Samfylkingin búin að gleyma?
Getur verið að Samfylkingarmenn séu búnir að gleyma því að þeir eru komnir í ríkisstjórn?
Ég held að svo sé
![]() |
Bankaráð Seðlabankans gagnrýnt á Alþingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.6.2007 | 16:06
Loksins eru VG sammála einhverju
Þar koma að því. Þingmenn VG eru sammála einhverju sem lagt er til og hlaut að koma að því að þeir væri sammála einhverju. Held reyndar að þeir séu sammála þessu af því að ríkisstjórnin mun ekki endilega fara að tilmælum Hafrannsóknarstofnunar.
Ég varð mjög hissa að sjá það að VG gætu verið sammála einhverju
![]() |
VG vilja hlíta ráðgjöf Hafró |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.6.2007 | 15:57
Einkavæðingunni að þakka?
Mjög jákvætt að heyra af þessu en hugsanagangurinn sem fylgir einkavæðingu skilar sér í hagræðingu og meira aðhaldi vegna verkefna.
Ég er mjög fylgjandi einkavæðingu á flestum sviðum
![]() |
100 milljónir í hagnað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)