6.9.2007 | 23:49
Ekki séns
Garðar Thor er mjög mörgum skrefum á eftir Pavarotti að getu en peningar Baugveldisins hafa komið honum þangað sem hann er núna. Það var örugglega tilviljun að stjórnendur morgunþáttar Bylgjunnar ákváðu að hringja í Garðar Thor til þess að fá hans viðbrögð við fregnum af láti Pavarottis.
Ef ég ætti að nefna íslenskan óperusöngvara sem fer eitthvað nærri því að líkjast Pavarotti þá er það Jóhann Friðgeir Valdimarsson en hjá honum heyrir maður þennan fallega og tæra hljóm og kraftinn sem Pavarotti hafði.
Ég er alls ekki að segja að Garðar Thor geti ekki sungið en það er hreinleg móðgun við Pavarotti að reyna að halda því fram að eitthvað sé líkt með þeim.
Ég held að Jóhann Friðgeir sé besti tenór sem Ísland hefur alið
Garðar Thor arftaki Pavarottis? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
5.9.2007 | 23:53
Geir er traustur
Sjálfstæðisflokkurinn hefur hingað til ekki verið að elta einhverjar tískusveiflur eða þarf að eltast við einhver óraunhæf og kjánaleg kosningaloforð. Samfylkingin verður að reyna að komast upp úr stjórnarandstöðufarinu.
Ég bíð spenntur eftir næsta asnasparki hjá formanni Samfylkingarinnar
Geir: Hefði ekki kallað starfsmanninn heim | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.9.2007 | 23:30
Hvaða veiðimennska er þetta eiginlega?
Ótrúlegt að fólk (sennilega menn?) skuli taka upp á annarri eins vitleysu. Ef þessir "veiðimenn" hefðu smá sans þá náttúrunni þá ættu þeir að vita það að bráð, eins og t.d. fuglar eiga alltaf að njóta vafans og er ómögulegt að miða út bráðina úr bíl, hvað þá bíl sem er á ferðinni. Þar fyrir utan er algjör heimska að vera með hlaðið skotvopn inni í bíl eða í nágrenni bíls.
Ég segi að þessir menn mega skammast sín
Skutu á gæsahóp úr bíl á ferð í Mosfellsdal | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.9.2007 | 17:35
Hvað er hún að gera af sér núna?
Hvað er formaður Samfylkingarinnar að gera af sér núna? Er hún að snúa bakinu við bandamönnum eins og hún hefur gert svo oft áður áður? Getur einhver upplýst mig frekar í þessu máli?
Ég skil ekki alveg, er verið að kalla heim aðila sem hefur verið að sinna friðargæslu?
Craddock: Vonbrigði þegar þjóðir hætta þátttöku í verkefnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.9.2007 | 00:03
Helförin
Að hugsa sér að ennþá skuli vera til fólk sem heldur því fram að Helförin sé uppspuni frá rótum en sem betur fer þá er til fólk sem lifði af hörmungarnar og gat því sagt frá því hvernig þessir hlutir gengu fyrir sig. Það er hreinlega með ólíkindum að fólk skuli hafa áhuga á að kenna sig við Nasismann.
Ég hefði ekki viljað upplifa Helförina
Nasistaáróður á netinu rannsakaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.9.2007 | 23:57
Fokið í flest skjól
Eins og fram hefur komið þá eru ansi margir gáttaðir og reiðir á því að misnota eins af helgustu stundu kristinna manna á þennan hátt og verð ég að taka undir með þeim, en ég rak í rogastans þegar ég sá auglýsinguna í Morgunbaðinu í dag.
Ég veit að margir eru verulega reiðir út í Símann í dag
Miklar umræður á meðal bloggara um nýja auglýsingu Símans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.9.2007 | 23:42
Klara Lísa Hervaldsdóttir 40 ára 3. september
Klukkan tólf í kvöld mun Klara mín komast á fimmtugsaldurinn en það má ekki sjá á útlitinu á henni. Á sama tíma rennur upp 13 ára brúðkaupsafmæli okkar en ég hef aldrei gleymt brúðkaupsdeginum okkar.
Elsku Klara mín, innilega til hamingju með daginn.
Ég held að þú hafir aldrei verið fallegri og glæsilegri
Bloggar | Breytt 3.9.2007 kl. 09:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
2.9.2007 | 23:04
Áfram Stjarnan
Frábær árangur hjá Stjörnunni í handboltanum og væri óskandi að þessi velgengni myndi ná að smita sig yfir í fótboltann en það virðist eitthvað vanta upp á .
Ég er stoltur Stjörnumaður
Tveir titlar á tveimur dögum hjá Stjörnunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.9.2007 | 23:01
Var Framsókn ekki í ríkisstjórn á þessum tíma?
Það er eins og Bjarni sé búinn að gleyma því að framsóknarmenn voru í ríkisstjórn á þessum tíma?
Ég held, ef eitthvað klúður er í gangi, að Framsókn verði þá að axla sína ábyrgð
Yfirdráttur vegna Grímseyjarferju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.9.2007 | 02:16
Frábært fótboltalið
Einstaklega ánægjulegt er að sjá að við Púllarar erum að uppskera eins og sáð hefur verið en á stundum hefur maður talið að Benitez hafi ekki verið að gera rétta hluti. Liverpool er nú í fyrsta sæti í ensku deildinni og hafa þeir samt leikið færri leiki en önnur lið sem eru neðar á töflunni.
Ég spái því að Liverpool muni ná mjög langt á komandi vetri
Liverpool á toppnum í fyrsta sinn í fimm ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)