VG liðar á ferð?

Eru hér hugsanlega á ferð ungir VG liðar sem enn eiga til birgðir eftir búsáhaldabyltinguna svokölluðu?

Ætli sé sama klappstýra nú og var innan af Alþingi á sínum tíma?

Ég spái því að skrifstofa VG muni "sleppa"


mbl.is „Þetta var bara innrás“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Djöfull er ógeðslega pirrandi þegar fólk bendir blint og kennir saklausum um.

kosningaskrifstofur VG munu líklegast sleppa, en sömuleiðis munu skrifstofur lýðræðishreyfingannar og Borgarahreyfingunnar sleppa. Kannski var þetta samsæri fimm framboða gegn Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni?

Ég er þó ekki á móti samsæriskenningum og kvet þig til að halda áfram að koma með þær, en líklegast skýringin er samt að ungmennin fjögur hafi verið anarkistar sem eru líklegri til að kasta skyri í kjörkassan heldur en kosningaseðli með x fyrir framan V.

Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 17:04

2 identicon

Hvernig væri nú að þið sem teljið VG vera einhverja brúðustjórnendur og gefi skipanir til allra mótmælenda um hvað þeir skuli taka sér fyrir hendur farið nú að færa einhver sönnunargögn máli ykkar til stuðnings?

Það er í raun fyndið og sorglegt að talsmenn stjórnmálaflokks sem básúnar út í eitt um gildi og gæði einstaklingsframtaksins virðast túlka allt sem þeir ekki líkar við sem samsæri og ráðabrugg andstæðinga sinna á þingi og neiti alfarið að viðurkenna að einstaklingar séu færir um að taka að sér svona framtak án skipana frá stjórnmálaflokkum.

Vilhelm Vilhelmsson (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 17:07

3 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Ég bendi bara á kosningaáróður UVG til ungra kjósenda, og einnig um framgöngu þingmanns VG innan af Alþingi.

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 20.4.2009 kl. 17:25

4 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Hér er kosningaefni UVG

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 20.4.2009 kl. 17:28

5 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Sæll Gísli og takk fyrir innlitið á bloggið mitt. Heldur þú í alvöru að um sé að ræða aðferð vinstri grænna að sletta skyri á kosningaskrifstofum Samfylkingar og SjálfstæðisFLokks? Ef það er pólítík á bak við skyr- og jógúrtslettingar á skrifstofum þessara flokka, þá er líklegast að það sé einhvers konar anarkismi. Svo er sá möguleiki til að þarna sé um hreina skemmdarfýsn að ræða. Það hins vegar hindrar mig ekki í að gera grín að ummælum formanns Sjálfstæðisflokksins um að hann væri eins og skyr. En skyr náttúrlega hefur alveg sérstaka merkingu í pólítík síðan Helgi Hóseasson sletti því forðum á alþingismenn. 

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 20.4.2009 kl. 17:32

6 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Ingólfur, ertu ekki að grínast með spurningu þinni?

Er þú einn þeirra sem heldur því fram að VG hafi ekki staðið fyrir aðgerðum á Austurvelli?

Er þú einn af þeim sem segir að Álfheiðir Ingadóttir hafi ekki tekið markvisst þátt í aðgerðum á Austurverlli?

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 20.4.2009 kl. 17:37

7 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Ert þú að grínast, Gísli, með að vinstri græn séu svo áhrifamikil að flokkurinn hafi í raun og veru staðið fyrir byltingu sem leiddi til stjórnarskipta án kosninga? Flokkurinn hafði mikil pólítísk áhrif í atburðarásinni (held ég) - en þarna voru margir hópar á ferðinni og vinstri græn stjórnuðu þeim hópum ekki fremur en skyrslettingum á flokksskrifstofur í dag. Ég var sjaldan - reyndar aldrei - á Austurvelli á þessum dögum en fylgdist með eins og aðrir - og sat viðeigandi fundi flokksins. Og hvað áttu við með að Álfheiður Ingadóttir hafi "markvisst tekið þátt í aðgerðum"? Að hún hafi skipulagt þær?

Með bestu kveðjum að norðan

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 20.4.2009 kl. 17:45

8 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Ég svara þessu svona.  Þetta er boðskapur UVG.

 

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 20.4.2009 kl. 17:49

9 identicon

Alger snilld.... ég þekki meirihlutan af þeim sem stóðu að "leiðinlegu" mótmælum búsáhaldarbyltingarinnar og nánast engin þeirra kýs Vg....  eða er í tengslum við þá....

plús að ef þú skoðar málstað ungra vinstri grænna og myndirnar þá held ég að þú sért ekki að lesa rétt í þær því miður..... en svona er lífið....

Olga (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 18:00

10 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Olga, það er um að gera að commentera úr launsátri.  Það er svona eins og að vera með grímu fyrir andlitinu.

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 20.4.2009 kl. 18:19

11 identicon

Innilega afsakið Gísli ég bara er ekki með blogg en ég heiti Olga Heiðarsdóttir ef það hjálpar eitthvað.......

Hins vegar má skoða hvort að þeir sem slettu jógúrti tengist þeim hópi sem réðst að fundum um álversframkvæmdir í fyrra en þeir notuðust einnig við grænt skyr.......

 ps. tek það fram að ég styð hvorki þá sem hentu grjóti í lögregluna né þá sem sletta skyri á kosningarskrifstofur... og ekki er ég meðlimur í ungum vinstri grænum enda líklega of gömul

olga (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 18:27

12 Smámynd: Héðinn Björnsson

Þú þekkir illa VG ef þú heldur að það séu mikið af skæruliðum sem taki við skipunum þaðan :D

Það má segja margt um VG en það er ekki beinlínis róttækur flokkur. Þetta er soldið eins og að halda því fram þjóðkirkjan standi í raun á bak við Gunnar í Krossinum. 

Héðinn Björnsson, 20.4.2009 kl. 18:38

13 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Olga og Héðinn - sammála ykkur, en það væri nú svolítið gaman að vinstri græn væru enn þá róttækari flokkur, þótt ég taki alveg undir með þér, Olga, gegn grjótkastinu í lögregluna og skyrslettingar á kosningaskrifstofum

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 20.4.2009 kl. 18:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband