Kosningaloforð

Hér eru VG-liðar með Steingrím J. Sigfússon fremstan í flokki að efna kosningaloforð sem gefið var.  Þau lofuðu því að lækka laun og hækka skatta.  Kemur kannski sumum á óvart að VG liðar efni kosningaloforð, en sennilega ekki þegar kemur að því kosningaloforði að hækka skatta.

Hvað ætli þingmenn Samfylkingarinnar segi núna?  Er þetta eitthvað í takt við skjaldborgina sem Jóhanna ætlaði að reisa um heimilin? 

Hver gera pottverjar núna, eða eru þeir kannski allir komnir í ríkisstjórn?

Ég held að þetta lið sé ekki með öllum mjalla


mbl.is 47% skattur á launatekjur?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hvers er Alþingi?

Af hverju var ríkisstjórnin að eyða tíma í sumar í það að koma fram með breytingar á Icesave samningnum fyrst átti ekki að halda sig við þá?

Hvernig stendur á því að ríkisstjórnin vogar sér að koma heim með samkomulag sem gengur þvert á þann samning sem Alþingi var búið að fjalla um og samþykkja?

Getur verið að Samfylkinguna og VG langi svona mikið inn í ESB að ekki sé tekin áhættan á því að styggja "bandamenn" okkar.

Ég held að þetta fólk megi skammast sín


mbl.is Icesave-fyrirvörum breytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóhanna játar sig sigraða

Eitthvað rámar mig í að Jóhann hafi einnig sagt eitthvað þessu líkt þegar síðasti og þar síðasti ICESAVE samningur var gerður.  Þá átti að keyra allt í gegn og sagt að við yrðum að samþykkja og það með hraði.

Núna sitjum við uppi með enn eina útgáfuna af samningnum og enn einu sinni segir Jóhanna að lengra verði ekki komist.  Það er frábært að játa sig sigraða eins og Jóhanna gerir núna.

Það verður okkur greinilega dýrkeypt að reyna að komast inn í Evrópusambandið.

Ég vildi óska að tími Jóhönnu hefði aldrei komið aftur


mbl.is Lengra varð ekki komist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt upp á borðið

Er ekki rétt að Jóhanna komi hreint og beint fram og setji allar upplýsingar á borðið en bíði ekki eftir að einhver dragi þær upp með töngum?

Ég spái því að Jóhanna sé búin að vera


mbl.is Jóhanna beitti sér gegn láninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það tekur því ekki

Það tekur því ekki að gera Ögmund aftur að ráðherra þar sem þessi ríkisstjórn er við það að springa og þeir sem vilja sjá það sjá það, aðrir ekki.

Ég spái því að tíðinda sé að vænta á allra næstu klst. eða dögum.


mbl.is Ögmundur verði aftur ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athyglisvert orðalag

Merkilegt orðaval finnst mér þegar forsætisráðherra segir að lausn málsins hafi "reynst erfiðari og torsóttari en vænst var", en á mannamáli má segja að stjórnarandstaðan  lét ekki vaða yfir sig í málinu.

Ef Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hefðu ekki haft eins hátt og þeir gerðu hefði Samfylkingin og VG viljað keyra málið í gegn óbreytt.

Ég held að við verðum að þakka stjórnarandstöðunni fyrir mótlætið í þessu máli

 


mbl.is Icesave-málið þungt í skauti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er að óttast?

Hvað er að óttast í því þó að einn maður komi inn sem ritstjóri á dagblaði?  Getur verið að sumt fólk á þingi óttist eitthvað sem Davíð Oddsson veit um það?

Ég skil ekki að fólk sé að hlaupa upp til handa og fóta út af einni ráðningu


mbl.is Davíð: Mun nýta reynslu úr fyrri störfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ástæða til þess að vera svartsýnn

Ummæli Steingríms um bjartsýni vegna niðurstöðu eru keimlík þeim ummælum sem hann hafði um glæsilegu niðurstöðuna sem komið var með heim eftir störf samninganefndarinnar margfrægu.

Getur verið að bjartsýni Steingríms byggist á svipaði niðurstöðu og þeirri niðustöðu sem átti að keyra í gegnu þingið fyrir örfáum vikum síðan?

Ég get ekki verið bjartsýnn miðað við fyrri orð og gjörninga Steingríms


mbl.is Fjármálaráðherra bjartsýnn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mótmæli á Mogganum?

Getur verið að fréttin um áreksturinn á Sauðárkróki séu mótmæli af hálfu blaðamanna Moggans?  Miðað við fréttina þá má skilja hana sem svo að þetta hafi verið eitthvað smá nudd. 

Getur verið að næst frétt verði af sprungnu dekki á reiðhjóli á Selfossi?

Ég segi bara svona, en ég vissi ekki að það væri gúrkutíð í fréttunum


mbl.is Árekstur á Sauðárkróki í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver semur ræðuna?

Getur verið að Össur hafi verið treyst til þess að semja ræðu til þess að flytja í útlöndum? 

Getur verið að Össur hafi þor til þess að segja það sem segja þarf fyrir Íslands hönd í útlöndum?

Getur verið að Össur hafi þor til þess  að fordæma vinnubrögð Breta, Hollendinga og AGS gagnvart Íslandi?

Getur verið að Össur hafi þor til þess að segja alþjóð frá því að Bretar, Hollendingar og AGS eru að beita Íslendinga kúgunum í innheimtuaðgerðum vegna Ice-Save?

Getur verið að Össur meti inngöngu Íslands í ESB meira en allt í þessu sambandi og þori því ekki að nota þetta tækifæri til þess að "tala út" um kúgunaraðferðirnar?

Ég held að Össur semji ræðuna sína ekki sjálfur


mbl.is Össur ávarpar SÞ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband