28.11.2009 | 10:59
Vinstrimenn hækka alltaf skatta
Það er morgunljóst að vinstrimenn hafa alltaf viljað hækkað skatta og ef kosningastefna þeirra er skoðuð aftur í tímann þá má sjá að vinstrimenn boðuðu skattahækkanir í góðærinu og við erum síðan núna óþyrmilega minnt á það í kreppunni að vinstrimenn munu alltaf hækka skatta.
Hver man ekki eftir manninum sem nú situr sem fastast á Bessastöðum en miðað við framgöngu Steingríms núna kæmi það manni ekki á óvart að hann ætlaði sér að komast á Bessastaði í næstu kosningum.
Ég hvet góða blaðamenn til þess að skoða kosningastefnu vinstrimanna aftur í tímann og sjá hvort það sem ég segi standist sögulega skoðun
Hluti arðgreiðslna skattlagður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hörðustu, trúuðustu og blindustu Davíðsdýrkendur Sjálfstæðisflokksins myndu hækka skatta núna.
Þegar gjörsamlega óhefluð fjármálastarfssemi fær gjörvallan efnahaginn að láni og verður svo gjaldþrota, þá þarf að hækka skatta. Alla skatta. Það er svosem alveg rétt hjá þér að vinstrimenn hækki alltaf skatta, en sá sem myndi ekki hækka alla skatta verulega núna væri ekki alveg í tengslum við raunveruleikann. Raunveruleika sem er bein og fyrirséð afleiðing af gjörsamlega óheflaðari fjármálastarfssemi.
Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 19:55
Helgi Hrafn. Fyrr má nú rota en dauðrota.
Kynntu þér nú stefnuskrá þessara vinstriflokka frá undanförnum árum. Þar hafa alltaf verið kynntar skattahækkanir.
Þau vildu hækka skatta í góðærinu og gera það núna, svo um munar, í kreppunni.
Gísli Bergsveinn Ívarsson, 29.11.2009 kl. 13:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.