Getur verið að það séu engir hagfræðingar með í för?

Í hagfræði 101 er talaðu um að ef skattlagning verði of há þá muni hún skila mun minna í kassann heldur en ef skattlagningin er eðlileg (m.v. aðstæður).  Þessi skattlagning telst varla eðlileg?

Getur verið að ríkisstjórnin hafi ákveðið að þagga niður alla vinstri hag- og viðskiptafræðinga, fyrir utan Lilju Mósesdóttur reyndar, af því að þeirra tal myndi eyðileggja það að VG næðu að koma með kosningaloforðin þeirra fram?

Ég held að þetta lið sé svo vitlaust að það viti ekki hvað það er að gera heimilunum, fyrirtækjunum og þjóðarbúinu


mbl.is Ríkisstjórnin afgreiddi skatta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Muddur

Meginmarkmið vinstri stjórna er það að allir skuli vera jafnir, þ.e.a.s. jafn fátækir. Það virðist vera stefnan að drepa niður einstaklingsframtakið, með letjandi aðferðum á borð við himinháa skatta, til að geta steypt alla í sama mót, því enginn má eiga meira en annar, burtséð frá dugnaði eða eljusemi einstaklinga. Ef að iðjulausi auminginn er fátækur, þá er ekki nema sanngjarnt samkvæmt vinstri mönnum að harðduglegi og útsjónasami maðurinn sé jafn fátækur líka. Það sem vinstri stjórnin virðist ekki skilja er að við búum ekki í lokuðu markaðskerfi, við búum við alþjóðlegan markað, sem leiðir til þess að þeir sem eiga fjármagn fara með það eitthvert annað þar sem þeir geta ávaxtað það betur, og þeir sem eru verðmætir starfskraftar fara þangað sem þeir fá meira út úr sinni starfsorku en hér. Eftir sitja þau lánlausu grey sem hvergi geta annað farið, aldraðir, öryrkjar og ómenntað fólk sem horfir fram á ömurlegri lífskjör en nokkur orð fá lýst.

Muddur, 26.11.2009 kl. 00:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband