Hvar er Hörður Torfason?

Á meðan átvinnuleysið eykst og krónan fellur eins og steinn þá heyrist ekkert frá Herði Torfasyni sem stór fyrir ofbeldi á Austurvelli, þegar VG liðar gerðu aðsúg að lögreglumönnum við skyldustörf.

Hörður Torfason talaði um vanhæfa ríkisstjórn en þegir í dag þunnu hljóði.  Staðan í dag en mun verri en þegar Hörður Torfason sendi æstan lýðinn að lögreglustöðinni á Hverfisgötunni til þess að frelsa "saklausan" mótmælanda. 

Þennan sama "saklausa" mótmælanda sá Álfheiður Ingadóttir þingmaður VG ástæði til þess leysa úr prísundinni.  Hún hafði reyndar  sama dag veist að lögreglumönnum sem reyndu að halda uppi lögum og reglum á Austurvelli.

Ég skora á lögreglumenn að segja frá aðkomu þingmanna VG í búsáhaldabyltingunni


mbl.is Takk fyrir, búið
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú spyrð um Hörð Torfa...

en hvað með þig sjálfan, afhverju ertu ekki niðri í bæ að mótmæla ástandinu?

Eða er of vont veður til að fara út að mótmæla?

Eða ertu upptekinn við að græða á daginn og grilla á kvöldinn?

Eða ertu einn af þeim sem vilt að aðrir geri hlutina fyrir þig?

Bara forvitin.



Ásta B (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 13:12

2 Smámynd: Sævar Einarsson

Ég spyr frekar, hvers vegna varst þú ekki alla þessa laugardaga sem fólkið var að mótmæla ástandinu að meðmæla ástandinu ? Svoldið merkilegt að það er til nokkur hópur af fólki sem hugsar þeim sem mættu helgi eftir helgi til að mótmæla ástandinu þegjandi þörfina og gerði nákvæmlega ekki rassgat eins og til dæmis að mæta niður eftir helgi eftir helgi og meðmæla ástandinu, hræsni á háu plani.

Sævar Einarsson, 18.4.2009 kl. 13:19

3 identicon

Mér finnst þetta góðar spurningar hjá Gísla Bergsveini. Hörður Torfa gekk erinda VG og hann veit líklega best um það sjálfur. Búsáhaldagengið hafði í raun engar raunverulegar kröfur aðrar en þær að koma tilteknu fólki frá völdum og eins og reynslan sýnir: Koma VG til valda!

Ásta B er úti á túni ef hún heldur að allir séu að græða og grilla sem hafa skoðanir á búsáhaldabyltingunni; skoðanir sem samrýmast ekki þröngum flokkshagsmunum VG. Baugsmiðlarnir bjuggu til góðærið með stöðugum frásögnum af ævintýrum útrásarfurstanna. Forsetinn og Samfylkingin dönsuðu með í gleðivímu yfir því að eiga loksins vini sem vildu leika. Síðan koma þessir aðilar (allir nema forsetinn sem þegir þunnu hljóði) og halda því fram að þjóðin sé samsek. Ég afþakka pent! Hvorki ég né flestir þeir sem ég þekki tóku þátt í ruglinu. Vissulega létu einhverjir blekkjast af bulli Baugsmiðlanna og vafasömum ráðleggingum bankanna en flestir lifðu einfaldlega sínu lífi.

Búsáhaldabyltingin tekur ekkert tillit til þess. Hún gengur út á pólítíska hagsmuni VG og mögulega Samfylkingarinnar. Ég hef engan áhuga á að taka þátt í mótmælum fólks sem trúir Baugsmiðlunum og leitar að sökudólgum í Sjálfstæðisflokknum á meðan sökudólgana er raunverulega að finna á Bessastöðum, í Samfylkingunni, í viðskiptabönkunum og hjá útrásarfurstunum og fjölmiðlum þeirra!

Moggalesandi (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 13:28

4 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Hvað vitið þið um hvar ég var þessa laugardaga?

Takk fyrir góð orð Moggalesandi

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 18.4.2009 kl. 15:28

5 identicon

Sæll Gísli

Mér er alveg sama hvar þú varst þessa laugardaga í haust. Það eru dagarnir núna sem ég er að velta fyrir mér.

En auðvitað kemur mér það svo sem ekkert við.  Finnst bara merkilegt að fólk sem agnúast út í að Hörður Torfa sé ekki að mótmæla núna sé ekki sjálft niðri í bæ að mótmæla.

Moggalesandi

Hver sagði síðan fyrir rétt ári síðan "Sjáið ekki veisluna". 

Það var ekki Baugsmaður eða getur það verið að það hafi einmitt verið Baugsmaður???

Ásta B (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 18:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband