3.2.2009 | 17:11
"Áhersla verði lögð á vinnumarkaðsaðgerðir"
Fyrirsögnin hér að ofan er tekin beint úr "Aðgerðaráætlun ríkisstjórnar febrúar til maí 2009", (af www.XS.is) og verður að teljast einkennilegt, ef á að afnema gjörning sem talið er að skapi 200-300 ný störf.
Hvalveiðar eru einnig taldar góð leið til þess að stækka þá stofna sem við erum að veiða, en veiði úr þeim stofnum hefur verið verulega skert á undanförnum árum.
Samkvæmt skoðanakönnun Gallup eru um 70% landsmanna hlynntir því að hefja hvalveiðar og er ég einn af þeim.
Á að taka mark á þessari skoðanakönnun?
Ég hreinlega trúi ekki að ný ríkisstjórn ætli afnema veiðarnar
Meirihluti fylgjandi hvalveiðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll. Það var einmitt ákvörðun Alþingis með atkvæðagreiðslu þar um fyrir nokkrum árum síðan að sjávarútvegsráðherra ákvað að leyfa hvalveiðar í atvinnuskyni á ný fyrir þremur árum og svo aftur nú. Vilji Alþingis er að leyfa skuli hvalveiðar í atvinnuskyni. Það hefur ekki verið afturkallað. Sjálfstæðisflokkur, framsókn og hluti Samfylkingar mun greiða því atkvæði ef út í það færi.
Sjávarútvegsráðherra er með þessu að fara að yfirlýstum vilja ALþingis, enda Alþingi sem ræður þessu.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 4.2.2009 kl. 11:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.