2.2.2009 | 22:00
"ætlum að skoða"
Hlustaði í kvöld í Kastljósinu á viðtal við Jóhönnu Sigurðardóttur og hef ég ekki tölu á því hvað hún svarði oft að það ætti að skoða þetta og hitt.
Minnugur þess að Samfylkingin sagði að Sjálfstæðisflokkurinn hafi staðið í vegi fyrir málum sem þau hafi viljað koma í framkvæmd þá skil ég ekki alveg af hverju þau mál eru ekki tilbúin, kynnt og komið í framkvæmd.
Eitt er það mál sem ekki virðist lengur í skoðun, en það er innganga í Evrópusambandið, en það er ekki á dagskrá hjá nýrri ríkisstjórn.
Öll "brýnu" málin eiga nú að vera í skoðun næstu mánuðina og spyr maður sig því að því hvort að sú forgangsröð að koma Seðlabankanum í enn meira uppnám eftir að hafa sett fjármálaeftirlitið í upnám segi ekki allt um það að þessi ríkisstjórn ætli aðeins að vera í "poppúlistamálum" og láta stærri málin sitja á hakanum.
Ég skora á þig Jóhana að láta nú verkin tala, eða er þinn tími ekki kominn?
Seðlabankastjórar víki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Las komment eftir þig á öðru bloggi þar sem þú fullyrðir að liðar VG viti hverjir hafi beitt lögreglu ofbeldi. Þetta finnst mér með öllu forkastanlegt. Allir með eitthvað í kollinum fordæma ofbeldi. Bæði frá einstaklingum innan mótmælenda (sem efast má um að séu að mótmæla einhverju!) og frá lögreglunni. En að VG liðar viti hverjir ofbeldismennirnir séu finnst mér algjörlega út í hött.
Þú vilt væntalega mála alla mótmælendur út í horn, stimpla þá sem ofbeldismenn og banna þeim að mótmæla?
Sigurður (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 23:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.