16.1.2009 | 17:06
Ættarmót afkomenda Péturs Pétursson og Unu Stefaníu Stefánsdóttur
Fjarskyldar frænkur mínar (sem ég man ekki eftir að hafa hitt) eru að blása til ættarmóts á Hallormsstað næsta sumar, nánar tiltekið 26-28 júní.
Þau sem verða þarna eru afkomendur Péturs Pétursson og Unu Stefaníu Stefánsdóttur, og kann ég ekki alveg að telja í hvaða ættlið ég er þar. Búið er að útbúa ættartré á vefnum undir þeim hjónum og er fjöldinn sem kominn er inn á tréð tæplega 800 manns núna þannig að þetta verður örugglega mikill fjöldi.
Það er mikið þrekvirki að standa fyrir viðburði eins og þessum og tek ég ofan fyrir þessum kjarnorkukonum að leggja út í þetta þrekvirki.
Núna þarf maður bara að byrja að safna þannig að maður getir farið á myntkörfunni austur með skuldahalann á eftir sér.
Ég hlakka til að hitta allt þetta fólk
Athugasemdir
hahaha have fun
hey - nei - er þetta Jónsmessuhelgin?
Rebbý, 17.1.2009 kl. 13:08
Ég gladdist þegar ég sá að þetta var ekki Jónsmessuhelgin
Gísli Bergsveinn Ívarsson, 17.1.2009 kl. 13:49
Ég er afkomandi þeirra í móðurætt.
Einar V. Bj. Maack > Sólveig Valdimarsdóttir > Eva Pétursdóttir > Stefanía og Pétur.
Takk fyrir að láta vita af þessu.
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 17.1.2009 kl. 15:15
Sæll fjarskyldi frændi
Ég er búinn að sjá þig í ættartrénu. Reiknar þú með að fara austur?
Gísli Bergsveinn Ívarsson, 17.1.2009 kl. 18:18
Ég veit það ekki, síðast fór ég fyrir 26 árum og veltist um lítill einsæringur... :P
Ég gæti vel hugsað mér það - sjáum þó til, hef mörg járn í eldinum og gæti þurft að vinna...
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 18.1.2009 kl. 19:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.