11.7.2008 | 17:06
Læknakrísa
Eins og áður hefur komið fram hjá mér á ég við smá (vonandi) heilsufarsvandamál og hef "gengið" á milli lækna og rannsókna og er ennþá jafn óviss um hvað er að mér. Læknar sem ég "gekk til" voru ekki sammála í sjúkdómsgreiningu og núna virðist vera gjörsamlega ómögulegt fyrir þá að ná saman til þess að ræða saman og ákveða með framhaldið. Þess á milli ræði ég við þá í sitthvoru lagi án þess að fá einhver svör eða niðurstöður.
Á meðan þarf "greyið" ég að bíða milli vonar og ótta um hvað er að mér og bíta á jaxlinn á meðan verstu verkirnir ganga yfir og má eignlega segja að maður sé að verða vanur þessum óþægindum.
Ég er ekki að kvarta en er samt orðinn frekar þreyttur á óvissunni
Athugasemdir
Skil þig mjög vel því ég hef rúllað á milli lækna síðan í apríl 2006 því þá var vandamál mitt orðið arfaslæmt. Síðan þá hefur ekkert gengið né rekið fyrr en í síðustu viku að einn doksi sem ekki gafst upp, fann út að ég er með stórt brjósklos. Miða við allar þær rannsóknir sem ég hef farið í þá skil ég ekki hvernig þetta gat leynst svona lengi, en nú er aðgerð næsta framkvæmd. Ég er mjög fegin því ég var að bilast af þessum verkjum og nærri farin að halda að ég væri bara hreinlega klikkuð. Vona að þetta gangi upp hjá þér.
Ásdís Sigurðardóttir, 11.7.2008 kl. 18:46
Æ, Það er mjög erfitt að þurfa að ganga í gegn um svona lagað á milli vonar og ótta. Ég vona svo innilega að þú fáir rétta sjúkdómsgreiningu sem fyrst og líka almennilegan bata. Bið að heilsa og farðu vel með þig
Bjarndís Helena Mitchell, 11.7.2008 kl. 19:39
Batakveðjur.
Jenný Anna Baldursdóttir, 12.7.2008 kl. 21:06
Takk fyrir góðar kveðjur
Gísli Bergsveinn Ívarsson, 14.7.2008 kl. 09:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.