Vitlaus afgreiðsla

Fór í gær í ónefnda lyfjabúð eins og ég geri reglulega til þess að kaupa mér nikótíntyggjó og ekki vildi betur til en svo að ég fékk helmingi sterkara tyggjó en ég er vanur að kaupa þannig að ég þurfti að fara aftur í búðina í dag til þess að fá því skipt.

Einhverjar vöflur voru á afgreiðslufólkinu í lyfjabúðinni vegna þessa þar sem ég var byrjaður á skammtinum en um síðir þá gekk þetta eftir og ég fékk eins og ég hafði beðið um og endurgreiðslu þar sem styrkurinn á því sem ég fékk var minni.

Ég er feginn að ég var ekki að kaupa VIAGRA Whistling


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það er ekkert víst að þú hefðir verið feginn  kannski hefði þetta bara orðið rosa stuð, æ ég er að djóka.  Öll svona mistök eru slæm en gott að þú fannst þetta út, því of mikill styrkur veldur ýmsum aukaverkunum er mér sagt, er svo heppin að hafa hætt að reykja fyrir 17 árum og þá var ekkert tyggjó, bara harkan sex.  Góða helgi 

Ásdís Sigurðardóttir, 3.7.2008 kl. 17:11

2 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Góða helgi sömuleiðis Ásdís.  Hafðu það gott

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 4.7.2008 kl. 08:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband