27.6.2008 | 17:20
Hvar er samkeppnin á Íslandi?
Er ekki merkilegt að horfa til þess að samkeppnin hér á Íslandi virðist ganga út á það að herma eftir samkeppnisaðilanum eða vera rétt aðeins undir því verði sem hinir eru að bjóða.
Þetta hefur maður horft upp á, t.d. með olíufélögin í verðlagningu á bensíni og síðan núna hjá Iceland Express. Um leið og annað flugfélagið fækkar ferðum þá gerir hitt það líka.
Einhvernvegin hefði maður haldið að í alvöru samkeppni þá hefði hitt félagið gefið í og aukið þjónustuna og framboðið á meðan hitt myndi minnka sitt framboð?
Ég held að "meint" samkeppnin á Íslandi sé aðeins til á pappírnum
Iceland Express fækkar ferðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Veistu, félög hér á meginlandi evrópu hafa svo verið að gera það sama og félögin heima. Og ég skil það vel.
Ómar (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 17:47
Þetta er alveg skiljanlegt ,og það má ljóst vera að þeir eiga líka eftir að fækka fólki það er bara spurning um hvað margt fólk verði látið taka pokan sinn.
Fólk verður að gera sér grein fyrir að með haustinu kemur holskefla af uppsögnum og það verður erfiður vetur framundan og fólk verður að búa sig undir það ,ekki kemur neitt frá landsfeðrunum svo einhverjir verða að vara fólk við .
Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, 27.6.2008 kl. 19:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.