Á skólabekk næsta haust

Hef ákveðið að fara í nám samhliða vinnu frá og með næsta hausti og hef fengið inngöngu í rekstrar- og viðskiptanám hjá Endurmenntun Háskóla Íslands.

Það er engin spurning að svona nám á eftir að gagnast mér og vinnuveitanda mínum vel þannig að eftir þetta mun ég verða enn betri starfsmaður og einstaklingur.

Ég hlakka til að takast á við námið en veit líka að þetta getur tekið á.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Takk fyrir Ólafur.

Ég er ekki að vinna í skóla en er samt oft að kenna ýmislegt

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 3.6.2008 kl. 17:45

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta er spennandi, flott hjá þér að drífa í þessu. 

Ásdís Sigurðardóttir, 3.6.2008 kl. 19:05

3 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Þetta er frábær ákvörðun hjá þér. Ég hef á undanförnum 8-9 árum tekið bæði BA-próf og meistaragráður með fullri vinnu, 40% stöðu sem tónlistarkennari og formaður stéttarfélags. Þetta er einungis spurning um áhuga, viljastyrk, dugnað og skipulagningu!

Þú getur þetta og mundu þegar á móti blæs, þá er bara að bíta á jaxlinn.

Kveðja,

Guðbjörn Guðbjörnsson, 6.6.2008 kl. 17:53

4 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

gangi þer vel

Jón Aðalsteinn Jónsson, 8.6.2008 kl. 15:18

5 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Takk fyrir góðar kveðjur.

Ég áttaði mig ekki á því að ég hafði skrifað "nám samhliða skóla" og fatta núna fyrst hvað Ólafur Skorrdal átti við. 

Einn seinn að fatta

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 8.6.2008 kl. 23:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband