Er ekki nóg komið?

Eftir fundinn í kvöld hefðu maður haldið að hápunkti þessara mótmæla væri náð og menn myndu nú snúa til sinna starfa. 

Það getur skapað hættuástand að loka svona stofnæðum og megum við teljast heppin að þessar lokanir hafi ekki hindrað forgangsakstur sjúkrabíla, slökkviliðs eða lögreglu.

Þó að ég styðji og skilji þessi mótmæli þá finnst mér mál að linni.  Skilaboðin eru skýr og ættu að hafa komist til skila til ráðamanna og þá sem málið varðar.

Ég tel að hætta beri leik þá hæst hann stendur


mbl.is Bílstjórar loka Ártúnsbrekku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Alltaf er tönnlast á þessu merka hættuástandi sem á að geta myndast.  Hvernig?

Best væri að þessir gaura linntu ekki látunum fyrr en eitthvað gerðist. 

Ásgrímur Hartmannsson, 2.4.2008 kl. 00:33

2 identicon

Eru virkilega engin lög sem verja okkur gegn þessum mönnum?

Pétur (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 01:13

3 identicon

Pétur, ef þú ert að meina alþingismönnum. Þá er svarið því miður ekki

Bjöggi (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 01:20

4 Smámynd: ViceRoy

Án þess að skít sé kastað, þá bara verð ég að segja :

Fyndið... það væla allir undan því að það sé engin samstaða í Íslendingum og við látum yfir okkur vaða í öllu og einu... svo loks þegar kemur upp sú samstaða sem virðist þurfa (enda fleiri farnir að taka þátt í mótmælunum) þá eru allir að kvarta yfir samstöðunni. Og það frá fyrsta degi. 

Það er rétt að skapast geti hættuástand, því miður, sérstaklega þó ef vanti sjúkrabíl, lögreglu eða slökkviliðsbíl... En ef þeir gerðu þetta í einhverri afvikinni götu, sem enginn keyrir um, þá yrði nú ekki mikið um læti, eða tafir og væri lítið sem ekkert mál gert úr þessu.  Svona verður þetta að vera vænt ég, og maður býst við þetta gæti orðið svona allt þar til eitthvað verði gert, af einhverju viti þ.e.a.s.

 Held það sé nú kominn tími á að Íslendingar fari nú að gera eitthvað annað en að láta valta yfir sig og væla og nöldra yfir ölkrús eða kaffisopa :D

ViceRoy, 2.4.2008 kl. 08:51

5 Smámynd: Baldvin Jónsson

Gísli, þú skilur þessi mótmæli sem sagt sem skemmtilegan gjörning ætlaðan til að vekja athygli á tilteknu máli, kannski svona svipað og markaðssetning fyrir leiksýningu?

Það er ekki svo, þessi mótmæli ganga út á að fá í gegn breytingar og skv. þeirra yfirlýsingum ætla þeir sér að halda áfram þangað til að það markmið næst.

Varðandi sjúkraflutninga að þá er það staðreynd að þetta er að sjálfsögðu óheppilegt, en tefur þá væntanlega ekki mikið meira en ef þeir þurfa að aka þarna um milli 7:30 og 8:00 á morgnana.

Baldvin Jónsson, 2.4.2008 kl. 11:40

6 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Baldvin, textinn "hætta beri leik þá hæst hann stendur" er meira settur inn sem myndlíking en það má örugglega snúa út úr því eins og svo mörgu öðru

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 2.4.2008 kl. 15:01

7 identicon

Þetta er svolítið erfitt mál. Ég held að bílstjórar séu sjálfum sér verstir í þessu máli.

En mér finnst frábært að það sé til samstaða hjá þeim, en hvar var  þessi samstaða þegar það kom að því að hækka taxtana á þessa bíla?

Taxtarnir hafa lítið hækkað frá 1990.

Ívar Pétur (IP-tala skráð) 6.4.2008 kl. 09:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband