Vel útfærð aprílgöbb

Á degi eins og 1. apríl þá vill maður vera vel á varðbergi þannig að maður sé ekki að hlaupa apríl, eins og það er kallað. 

Aprílgabb Fréttablaðsins um bensínlækkunina fannst mér vera einum og fyrirsjáanlegt og var mér alla vegana löngu orðið ljóst að einhver myndi nota það, en Ísland í bítið notaði líka eitthvað um bensínlækkun.  Ekki mikil hugmyndaauðgi hjá 365.  Verð bara að segja það.

I-phone á Stöð 2 var ágætlega útfært og vel gert en einum of augljóst fyrir mína parta, sérstaklega þegar talað var um að opið yrði frameftir.

Hvar varðar niðurhalið á myndunum hjá mbl.is þá fannst mér það sérlega vel úr garði gert og þó ég væri viss um að þetta væri gabb þá hreinlega stóðst ég ekki mátið að fara alla leið og sá þá standa á skjánum "niðurhald mistókst vegna dagsetningar" eða eitthvað á þá leið.

Ég hljóp ekki apríl í dag.


mbl.is Varstu gabbaður í dag?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband