Alþingi Íslendinga

Fór í kvöld í góðra félaga hóp í heimsókn á hið háa Alþingi Íslendinga en Jón Magnússon þingmaður Frjálslyndra bauð til þessarar heimsóknar. 

Jón og starfsmaður Alþingis fóru með okkur í gegnum hvern krók og kima Alþingishússins og var ég mjög hrifinn af þessu en ég hafði aldrei áður stigið þar inn fæti.  Eitt herbergi með kóngabláum lit á veggjum fangaði sértaklega hugann en þar var meðal annars portrett mynd að Ólafi G. Einarssyni fyrrverandi sveitastjóra okkar Garðbæinga, ásamt fjölmörgum öðrum góðum mönnum.

Jón og starfsmaður Alþingis rakti í stórum dráttum fyrir okkur sögu Alþingis Íslendinga frá upphafi og til dagsins í dag og hvernig breytingar hafa orðið á þingstörfum.

Ég held að við Íslendingar getum verið stoltir af því að vera sjálfstæð þjóð


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband