26.3.2008 | 23:33
Mun Dagur axla ábyrgð?
Núna mun Dagur örugglega axla ábyrgð og segja af sér strax á morgun? Væru það ekki fumlaus vinnubrögð?
Ingibjörg Sólrún mun örugglega koma með yfirlýsingu þar sem hún mun tilkynna að Dagur hafi gengið á fund hennar til þess að tilkynna sér það að hann muni axla pólitíska ábyrgð og segja af sér sem oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík?
Ég held reyndar að ég eigi ekki eftir að verða sannspár um þetta
Geir segir Dag fara með rangt mál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hefur enginn sannað neitt á hann?
Ég reikna með að til sé fundagerð. Þar ætti að sjást hvort hann kom á fundinn?
Gísli Bergsveinn Ívarsson, 26.3.2008 kl. 23:51
Bíddu við Ægir. Af hverju ætti ég að vera í sárum?
Gísli Bergsveinn Ívarsson, 26.3.2008 kl. 23:53
Dagur er framtíðar maður og einn heilsteyptasti borgarfulltrúi Reykjavíkurborgar í dag.Það er von margra að hann komist aftur til valda þá sjáum við sólina aftur en ekki meðan Sjálfstæðisflokkurinn með flokklausan mann í brúnni heldur meirihlutanum.
Guðjón H Finnbogason, 27.3.2008 kl. 00:13
Er Ægir með svona skyggnulýsingar?
Gísli Bergsveinn Ívarsson, 27.3.2008 kl. 12:29
Þú hlustar greinilega með íhaldseyrum.... það var skipt um mann í þessari byggingnefnd við meirihlutaskipti 2006. Dagur gekk út og Óskar inn. Engar bókanir um framúrkeyrslu eru til frá þeim tveimur fundum sem Dagur var á áður en skipt var. Það er nú þannig að menn trúa frekar því sem Dagur segir en fulltrúi þeirra sökudólga sem keyrðu framúr...og bera á því ábyrgð. Það er leitt að sjá hvernig Geir reynir að koma eigin sök á aðra.
Jón Ingi Cæsarsson, 27.3.2008 kl. 12:35
Eins og ég sagði hér að ofan:
"Ég reikna með að til sé fundagerð. Þar ætti að sjást hvort hann kom á fundinn?"
Gísli Bergsveinn Ívarsson, 27.3.2008 kl. 12:42
Eru menn og konur þá á því að Dagur eigi að segja af sér ef hægt er að sýna fram á hann hafi sagt ósatt?
Gísli Bergsveinn Ívarsson, 27.3.2008 kl. 21:38
Sveinn, þú verður að útskýra mál þitt betur en þetta
Gísli Bergsveinn Ívarsson, 30.3.2008 kl. 13:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.