Harley Davidson, reiðhjólatúr og "powershopping"

IMG_2921

Í gær fóru Magga og Árni sem eru með okkur Klöru hér úti í hjólaferð en við skutluðum þeim til Harley Davidson hér í Orlando þar sem ferðin hófst.  Á meðan þau voru að leika sér á götunum á hjólinu vorum við Klara að leika okkur með VISA kortið í outlet Malli. 

Í dag var síðan tekinn "rólegur" dagur við sundlaugina og skoðuðum við næsta nágrenni hjá okkur á reiðhjólum sem eru hér í húsinu.  Á svæðinu hér í Eagle Creek er golfvöllur en í skoðunarferðinni kíktum við aðeins við á 19 holunni.

Kvöldið var síðan tekið smá "powershopping" í Florida Mallinu, og á morgun er stefnan sett á Universal Studios.  Eitthvað hefur sólin náð að grilla suma og er skinnið vel rautt og ansi heitt.

Ég sem hélt að við værum að fara í afslöppunarferð


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Hehe, ég er græn af öfund núna. Það er svo gaman í Orlando, sérstaklega ef maður leigir sér einkahús með sundlaug og alles. Hafið það sem best, en ég mæli með að þið farið allavega einu sinni á Outback steakhouse. Þar klikkar maður ekki ef maður pantar sér "Blooming onion" í forrétt (dugar fyrir 3-4), Victoria's fillet í aðalrétt og Sinful Sunday í desert! Nammi namm. Mæli með því. Eins líka er Cracker Barrel frábær staður í morgunmatinn. Góð þjónusta, góður matur og á viðráðanlegu verði. Mæli ekki með Denny's eða Ihop, það eru bara "greasy spoons" og ekki með háan gæðastaðal. Góða skemmtun, njótið ykkar og bið að heilsa Klöru.

Bjarndís Helena Mitchell, 12.3.2008 kl. 04:22

2 Smámynd: Rebbý

heldur þú að það hefði bara verið munur að vera heima og hafa það gott fyrir utan vinnutímann ..... muna það næst þegar utanlandsferð er í plönun ....

Rebbý, 12.3.2008 kl. 18:50

3 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Þú segir nokkuð Rebbý

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 13.3.2008 kl. 02:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband