NOVA auglýsingin

Eitthvað hafa mbl bloggarar verið að tjá sig um NOVA auglýsinguna og verð ég aðeins að leggja orð í belg til þess að mæla á móti þessari "innrás" á bloggsvæði þeirra sem skrifa hér á mbl.

Ef ég væri starfsmaður Símans eða annars símafyrirtækis þá væri ég sem bloggari allt í einu farinn að auglýsa á minni bloggsíðu minn aðal samkeppnisaðila og yrði þá, hvort sem mér myndi líka betur eða ver, að hætt með bloggsíðuna eða þá að breyta um vinnustað.  Þessi rök finnst mér nægjanleg til þess að stjórnendur bloggsins á mbl fjarlægi þetta út af síðum bloggara. 

Annað dæmi sem gæti verið mjög slæmt er það að pólitískur bloggari í prófkjöri innan síns flokks gæti á einni nóttu fengið inn á síðuna sína auglýsingu frá samflokksmanni sínum sem væri að keppa við hann í prófkjörsbaráttu.

Hef núna í tvígang sent inn tölvupóst á stjórnendur bloggsins þar sem ég spyr um sjálftekið leyfi og ástæðu fyrir þessum auglýsingum inn á "minni síðu" en ekki fengið svör við því enn og finnst þögn þeirra gangvart skeytum mínum lýsa ákveðinni vanvirðingu við mig.

Svona vinnubrögð samræmast ekki mínum pólitísku skoðunum eða því frelsi sem ég trúi á en þarna er einhverju neytt inn á mig án þess að ég geti haft nokkur áhrif á það.

Ég hlýt að hafa rétt á því að þeir svari mér persónulega á einhvern hátt?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mér finnst ótrúleg andstaða við þessar auglýsingar. Afhverju eigum við að hafa á móti þeim? við erum á fríu svæði í boði moggans og það hefur lengi verið ljóst að þeir hafa ætlað að setja auglýsingar á auðu svæðin, hefur bara ekki verið notað síðan í fyrravor.  Ef einhverjum mislíkar þetta þá er bara að færa sig. Þetta lífgar uppá að mínu mati og engin ástæða til að vera fúll yfir. Þeir sem eru í pólutísku framboði hljóta að finna sér annan vettvang þar sem ekki eru auglýsingar. Bara mín skoðun.

Ásdís Sigurðardóttir, 14.2.2008 kl. 00:33

2 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

En aðili sem gæti fengið samkeppnisaðila sinn inn á síðuna hjá sér?

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 14.2.2008 kl. 00:37

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta er bara eins og mín auglýsing og skiptir mig akkúrat engu máli. Ef við erum að tala við starfsmann símans t.d. og hann vill ekki augl. Nova inn á sína síðu þá verður hann bara að skipta yfir ef hann vill. Þessi augl. hvetur mig ekki á neinn hátt til að skoða þetta fyrirtæki, þetta eru bara blikk rammar litir í mínum augum.

Ásdís Sigurðardóttir, 14.2.2008 kl. 00:39

4 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Hvar geta moggabloggarar bloggað án auglýsinga?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 14.2.2008 kl. 01:00

5 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Á meðan maður bloggar frítt hérna getur maður ekki sett sig upp á móti þessu. Þetta eru ekki "okkar" síður, þetta eru síður mbl.is  

Þegar menn reka fyrirtæki þá hafa menn frjálsar hendur með svona nokkuð. Okkur er hinsvegar frjálst að fara annað ef okkur líkar ekki vistin. Hvergi er þjónusta ókeypis, hvergi nokkursstaðar. Af hverju skyldi hún vera það á moggablogginu frekar en annarsstaðar?  Maður skoðar ekki nokkra vefsíðu  í dag án þess að hún sé hlaðin auglýsingum af einhverju tagi. 

Sjálf væri ég fegin ef skrattans auglysingin væri bara ekki blikkandi...., mér finnst það óþarflega frekt.  

Marta B Helgadóttir, 14.2.2008 kl. 01:20

6 Smámynd: Óttarr Makuch

Sæll Gísli og takk fyrir áhugavert innlegg í umræðuna. 

Hvað varðar þá endurvakningu sem Morgunblaðið hefur tekið upp þ.e að setja aftur inn auglýsingar á bloggsvæði moggabloggsins þá sumpartinn skil ég þá vel.  Það hlýtur að kosta sitt að halda úti þessu vefsvæði og ekki vilja þeir til langtíma litið standa einir undir þeim kostnaði.  Að því sögðu þá hefði ég kosið að fá tækifæri á því að greiða mánaðargjald eða ársgjald fyrir svæðið mitt til þess að sleppa við auglýsinguna, í það minnsta hefðu stjórnendur moggabloggsins látið notendur sína vita áður en þessi endurvakning var að veruleika.

Þau rök sem þú telur fram þ.e að auglýsing frá samkeppnisaðila gæti birts á bloggsíðum notenda er góð og gild en það er ákaflega erfitt að komast hjá því tökum t.d. auglýsingar á strætisvögnum - þar gæti komið upp sú staða í kosningum að strætóbílstjórinn væri Sjálfstæðismaður en þyrfti að aka um bæinn með auglýsingu frá Framsóknarflokknum. 

Hún Anna spyr hvar moggabloggarar geta bloggað án auglýsinga þá get ég bent henni á 123.is gegn vægu gjaldi.

Ég mun senda stjórnendum moggabloggsins póst í dag þar sem ég óska eftir að fá að greiða fyrir mitt blogg sjálfur og sleppa þá við auglýsingar - reyndar gæti verið athyglisvert að vera með val um það hvort maður vildi leyfa auglýsingar og þá frá hverjum - þannig að ef þú villt einn mánuðinn leyfa auglýsingar þar sem þær kannski snerta þig ekki beint þá getur þú það nú eða borgað sjálfur mánuðinn.  Það er án efa hægt að útfæra þetta á marga vegu og vonandi mun það verða gert.

Óttarr Makuch, 14.2.2008 kl. 08:48

7 Smámynd: halkatla

mér finnst þessar auglýsingar ömurlegar þó að maður sé svosem vanur þeim á öðrum bloggsvæðum og ég geti lifað með þeim, en dónaskapurinn og trassagangurinn að svara ekki e-mailum er bara ótrúlegur. Bloggarar eru líka fólk (híhí - kannski ekki allir), svona undirferli bæði við að setja auglýsingarnar upp og svo afneitunin á því að það þurfi etv að svara eitthvað fyrir það er þeim sem standa fyrir því til skammar. Örfáar útskýringar á aðstæðum, einsog að þeir þurfi að græða, hefði líklega verið nóg og málið dautt áður en það byrjaði.

halkatla, 14.2.2008 kl. 09:07

8 Smámynd: Rebbý

já, ég bara tók ekki einu sinni eftir því að það væru auglýsingar dottnar inn á moggabloggið enda sér maður þetta endalaust hjá vinum sem eru með blogg á öðrum stöðum.
vissulega hefði mátt tilkynna þetta, en þetta er sársaukalaust af minni hálfu.

Rebbý, 14.2.2008 kl. 09:37

9 Smámynd: Gísli Gíslason

Áhugaverð pæling.  Ég býst við að þegar maður setti upp síðuna, þá hafi maður hakað við að maður samþykkti einhverja skilmála  og í þeim skilmálum hafi Mogginn áskilið sér rétt á að setja auglýsingar á bloggið. 

Gísli Gíslason, 14.2.2008 kl. 10:46

10 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ég er algjörlega á móti þessum auglýsingum Þær hafa  aldrei verið síðan ég byrjaði á blogginu eins og sumir tala um að hafi verið. Eftir viðtal við Árna Matthíason hjá MBL vil hann meina að hver og enn einasti bloggari skifti máli en um leið segir hann að það séy bara 4 - 5 bloggarar hættir og þeir svara ekki bréfaskriftum frá þér Gísli.

Það sem er lákúrulegast í þessu að þeim hefði verið í lofa lagið að senda bloggurum tilkynningu um að þetta stæði til nákvæmlega eins og þeir hafa látið okkur vita af breytingum á blogginu á öðrum sviðum, Af hverju skildu þeir ekki láta vita og eða svara fyrirspurnum eins og frá Gísla?

það er grunsamlegt finnst mér og sýnist þetta vera ein leið þöggunar.

Ég er ekki alveg sammála því að þetta sé alfarið ókeypis því ég kaupi og borga fyrir myndpláss á blogginu mínu og ég seg eins og einhver annar hér á undan að ég vil frekar hafa val um að borga meir en að láta hella þessari lágkúru yfir mig, nóg er nú helv... áreitið.

Edda Agnarsdóttir, 14.2.2008 kl. 13:44

11 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Takk fyrir góð innlegg og skoðanir gott fólk.

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 14.2.2008 kl. 19:16

12 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Já, mér finnst ansi langt gengið að troða þessum auglýsingum inn á bloggsíðurnar. Nóg er af þeim á fréttasíðunum og auglýsingasíðunum. Þetta er bara enn ein tekjulindin að ná að troða þessum inn á bloggsíðurnar og ætli það sé ekki bara dýrt að auglýsa svona, margir fá tugi þúsund gesta á dag til sín, það er náttúrulega auðlind líka. Vonandi sjá þeir að sér og athugi sinn gang, allavega lagalega. Ég trúi því tæplega að þetta sé löglegt, allavega ekki á þeim síðum þar sem fólk borgar eitthvað fyrir þær.

Bjarndís Helena Mitchell, 14.2.2008 kl. 21:34

13 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Nákvæmlega Benedikt

Erum við að láta hafa okkur að fíflum?

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 15.2.2008 kl. 00:28

14 Smámynd: Jens Guð

  Ég geng út frá því sem vísu að auglýsingar frá stjórnmálaflokkum.  trúfélögum,  íþróttafélögum eða öðru sem er fólki tilfinningatengt verði ekki settar inn á bloggið.   

  Annars hrekkja auglýsingar mig ekkert.  Enda er ég lærður auglýsingahönnuður og vann við fagið til fjölda ára.

Jens Guð, 15.2.2008 kl. 01:06

15 Smámynd: Árni þór

Lausnin við þessu gæti verið sú að þeir sem vilja ekki auglýsingu á sínu mogga bloggi borgi þá bara úr eigin vasa fyrir sitt blogg svæði í stað þess að hafa auglýsingu og eða að maður gæti valið á milli 2 eða 3 auglýsinga.

Sammála því að ekkert er eins hvimleitt þegar manni er ekki svarað...

Árni þór, 15.2.2008 kl. 07:41

16 Smámynd: Árni Matthíasson

Sæll vertu Gísli.

Eins og komið hefur fram kom það okkur á óvart hve margir höfðu ekki áttað sig á að það væri auglýsingapláss hægra megin á síðunni eða höfðu gleymt því. Í því ljósi erum við með í bígerð að bjóða þeim sem vilja að borga fyrir blogg á blog.is og losna þá við auglýsingar. Nánar verður skýrt frá því á næstu dögum.

Árni Matthíasson , 15.2.2008 kl. 09:26

17 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Anna Benkovic, Blogspot og Wordpress eru hvorttveggja ókeypis og auglýsingafrí pláss.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 15.2.2008 kl. 09:34

18 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

einfaldast að fela þetta bara á síðunni sinni.

málið leyst.

Brjánn Guðjónsson, 15.2.2008 kl. 10:43

19 Smámynd: HP Foss

Nova auglýsingin truflar mig ekki neitt, þetta er spurnig um að láta hlutina ekki farið í taugarnar á sér, vera slakur á því.

HP Foss, 15.2.2008 kl. 12:26

20 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Þessi auglýsing er ekki að bæta fyrirtækið hjá þeim neitt, ótrúlega asnalegt hvað var tekin heimskuleg ákvörðun að setja þessa auglýsingu inn.

Fólk sem er t.d. að borga fyrir pláss, ætti að fá endurgreitt þar sem þau borga, en fá ekki borgað fyrir að auglýsa á sinni síðu. Þessi auglýsing fælir bara fleiri og fleiri góða bloggara.

Ég hætti t.d. á blog.central.is vegna auglýsinga sem hægðu rosalega á vinnunni þegar ég var að opna mína síðu. Netið var mikið lengur að setja þær upp og það tók sko sinn tíma. Ég hitti á þetta bloggkerfi og varð "ástfangin" af því vegna hraða og hversu skipulagt þetta væri, og ekkert vesen. Og er alveg viss um að fleiri hafa byrjað hér vegna þess, og maður getur líka t.d. fylgst betur með öðrum bloggurum sem manni finnst vera áhugaverðir, og hér er metið mann til mikils, ekki einhver blogg ,, í dag fór ég í skólann í þennan tíma og þessi gerði þetta " og framvegis. Hér getur maður komið sínum skoðunum fram og það er hlustað á mann, og hef ég unnið mér t.d. gott orð hér á mbl blogginu.

Vonandi tekur mbl þessa auglýsingu til baka svo að fólk geti verið ánægt!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 15.2.2008 kl. 13:10

21 identicon

Það sem mér finnst leiðinlegast við þessar auglýsingar er blikkið í þeim maður sér það út undan sér og ef það er mikið af því þá er það ávísun á hausverk hjá mér. Er mjög viðkvæm fyrir öllu svona blikki og þoli til dæmis ekki diskóljós þetta virkar mjög svipað fyrir mig.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 13:27

22 Smámynd: Pétur Björgvin

Það væri nú amk skref í átt að því að vilja koma á jákvæðan hátt til móts við blog(g)arana hér að leyfa þeim að velja á milli tegunda af auglýsingum. (Þessa vikuna eru fjórar auglýsingar í boði, veldu A fyrir NOVA, B fyrir SÍMANN, C fyrir VODAFONE, D fyrir Sjálfstæðisflokkinn. En auðvitað höfum við það val að hætta og loka blog(g)síðu með okkar nafni.

Pétur Björgvin, 15.2.2008 kl. 13:35

23 Smámynd: Ólafur fannberg

eiginlega er ég barasta hlutlaus i þessu máli

Ólafur fannberg, 15.2.2008 kl. 13:45

24 identicon

Ég hef nú séð að sjónvarpsauglýsingarnar auglýsa hjá hvor annari. Svo ríkja örugglega jafnræðissjónarmið hjá Mbl.is þannig að ef stjórnmálaflokkur eða maður vill auglýsa á síðunni þinni þá má hann það. Svo ef stjórnmálamanni er illa við það þá þarf hann bara að opna sína egin bloggsíðu þar sem hann borgar sjálfur fyrir brúsann, jú eða flokkurinn.

Ég efast um að þetta hafi verið hugsað sem góðgerðarstarf hjá mbl.is að halda úti þessum bloggvef, en það er djöfull dýrt að halda úti vef sem þessum.

Bjöggi (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 14:04

25 identicon

Það sem ég á við í byrjun er ég hef nú séð sjónvpstöðvarnar auglýsa hjá hvor annari. Og á þá við að það er ekkert athugavert að samkeppnisaðillar auglýsi hvern annan. 

Eitthvað þreyttur í dag

Bjöggi (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 14:06

26 Smámynd: TómasHa

Það er til fullt af auglýsingalaus svæði til þess að blogga á t.d. Wordpress.  Ég gerði nú aldrei ráð fyrir öðru þegar ég hóf að blogga á wordpress.is annað en að að það myndu birtast auglýsingar. Ég er mest hissa á því að það skuli ekki hafa verið meira að auglýsingum.

Menn verða að meta kostina við það að blogga á bloggi eins og Worpress eða þess vegna að setja upp eigið lén (er með annað blogg á potturinn.com).  

Ég velti því fyrir mér hvað þú værir lengi að fá 45.000 gesti á blogg sem væri haldið úti á wordpress bloggi.  Sé áhugi á að nýta sér það samfélag sem hér er, þá þurfa menn að "greiða fyrir það" með þessum hætti.

Annars væri sjálfsagt lausn hjá mogganum að bjóða upp á "frí blogg", þar sem auglýsngar geta birst og hins vegar kostað blogg þar sem menn sleppa við auglýsinguna. 

TómasHa, 15.2.2008 kl. 14:10

27 Smámynd: Ingólfur

Sumir hérna vilja réttlæta ofurvald mbl.is með því að þeir eigi síðurnar. Mér finnst það í skársta falli einföldun og í raun ekki rétt.

Ég held að mbl þurfi að átta sig á því að bloggvefur þeirra er ekki neitt án notendanna. Eða haldið þið að NOVA mundi auglýsa hérna nema vegna þess að fólk eyðir heilu og hálfu vinnudögunum í það að skrifa og lesa pistla.

Einnig er efni sem notendur skrifað í prentuðu blöðin og á forsíðu mbl.is

Tenging við fréttir gagnast líka báðum aðilum, fleiri lesa blogg sem er tengt við frétt, en þeir sem lesa bloggið lesa smella oft á fréttina ef þeir hafa ekki lesið hana áður.

Vissulega hefur mbl rétt til þess að selja auglýsingar á vefi sína en vefur sem á svona mikið undir notendum sínum þarf að virða þeirra sjónarmið, og jafnvel spurning hvort notendur sem velja að birta auglýsingar ættu ekki tilkall til hluta auglýsingateknanna þar sem þeir útvega allt efni. Þetta tíðkast sumsstaðar erlendis.

Allavega eru notendur óánægðir og því greinilegt að ekki var nógu vel staðið að þessu.

Mig grunar að aðalástæða fyrir neikvæðum viðbrögðum sé sú að mbl er að drukkna í auglýsingum. Í hvert skipti sem útlit síðunnar hefur verið breytt hefur auglýsingapláss aukist. Meira er um flash auglýsingar, jafnvel með hljóðum á meðan aðara auglýsingar elta notendann eftir því sem hann færir sig neðar á síðuna.

Enda er mbl.is orðin lang þyngsta síðan sem ég nota eitthvað. 

Allt þetta er truflar lestur, enda tilgangur auglýsinga að ná athyglinni, og þegar þetta er komið inn á síður sem maður sjálfur sér um að viðhalda og skrifa efni inn á, að þá fær fólk nóg.

Sumir hafa lokað, aðrir bara hætt að skrifa, enn aðrir reynt að kvarta, ég fór hins vegar þá leið að setja upp AdBlock Plus fyrir Eldrefinn minn. Fyrir vikið eru allar blog.is auglýsingalausar og það sem meira er, mbl.is forsíðan er nánast auð eftir að auglýsingarnar eru farnar og miklu léttari.

Fyrir vikið getur mogginn ekki selt eina einustu auglýsingu út á mig sem notenda og fyrir það getur hann bara sjálfum sér um kennt. 

Ingólfur, 15.2.2008 kl. 15:01

28 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Gaman að sjá áhugann á þessu en greinilegt er að margir hafa sínar skoðanir á þessu og er það bara fínt.

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 15.2.2008 kl. 17:35

29 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Auglýsingar geta verið hvimleiðar en ég læt þessa ekki trufla mig og það allra síst á meðan ég hef frí afnot af þessu skemmtilega umhverfi sem mbl-bloggið óneitanlega er. Hver auglýsir og hvað viðkomandi auglýsir truflar mig ekki og mun ekki gera, þetta dót flökktir bara einhvern veginn þarna við hliðina og maður tekur varla eftir því  - þetta var örugglega búið að vera þarna í góðan tíma áður en ég veitti því athygli.

Eigum við ekki bara að þakka fyrir að hafa þetta svæði frítt til að blogga á!!!!

Gísli Foster Hjartarson, 15.2.2008 kl. 20:05

30 Smámynd: Hlynur Hallsson

Fínn pistill Gísli Bergsveinn. Þessi ljóta NOVA auglýsing fer ekkert rosalega í taugarnar á mér frekar en heilsíðurnar í Fréttablaðinu en dæmin sem þú bendir á geta orðið vandræðaleg. Ég fagna því innslagi Árna Matt þar sem hann segir í undirbúningi á Moggablogginu að þeir sem vilji losna við auglýsingar geti gert það. Að vísu þarf þá að borga og vonandi verða það engar svimandi upphæðir. Ég mæli með 900 kalli á ári. Ég vær til í að splæsa í það handa Mogga.

Bestu kveðjur, 

Hlynur Hallsson, 15.2.2008 kl. 23:28

31 Smámynd: Hrannar Baldursson

Góð umræða. Ég er sjálfur með mitt eigið vefpláss þar sem engar auglýsingar eru, en moggabloggið er einfaldlega skemmtilega sett upp og auðvelt að finna sér góðan lestur á nánast hvaða málefni sem er. Ég er sammála að blikkandi flassauglýsingar eru frekar pirrandi, og reyndar börn síns tíma - en ég blogga aðallega því mér finnst gaman að skrifa - þarf þess reyndar - og ef ég birti ekki á einhverju bloggi færu mínar greinar bara ofaní skúffu, rétt eins og nokkur hundruð greinar, ritgerðir og sögur sem ég hef skrifað síðustu 18 árin, eða síðan ég uppgötvaði hvað gaman er að skrifa. Ef auglýsingarnar fara að pirra mig, þá læt ég engan vita, hætti bara að blogga á moggablogginu og veiti skrifunum eitthvert annað.

Hrannar Baldursson, 15.2.2008 kl. 23:37

32 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Fengu ekki einhverjir ofurbloggarar borgað fyrir að fá auglýsingar byrtar á þeirra bloggi???

Var ekki einhverntíman skrifuð grein um hversvegna ekki væru auglýsingar á moggablogginu???

Gaf ekki mogginn við sama tækifæri út yfirlýsingu þess efnis að þeir álitu bloggsíður einstaklinga sem prívat svæði???

Ef einhverjir hafa fengið borgað vegna byrtingu auglýsinga, af hverju fáum við þá ekki borgað líka??? Setja þessa í samhengi við fyrstu spurningu.

Getur einhver svarað þessu???

Ólafur Björn Ólafsson, 15.2.2008 kl. 23:45

33 Smámynd: Kristín Eva Þórhallsdóttir

EF

Kristín Eva Þórhallsdóttir, 16.2.2008 kl. 00:45

34 Smámynd: Kristín Eva Þórhallsdóttir

úpps ;)

Ef ég á að segja eins og er.. þá tók ég ekkert eftir þessari auglýsingu fyrr en ég fór að sjá alla umfjöllunina um hana..

Kristín Eva Þórhallsdóttir, 16.2.2008 kl. 00:46

35 identicon

fyrir þá sem vilja losna við auglýsinar

 

ADBLOCK PLUS FYRIR FIREFOX!!!

svenni (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 09:38

36 Smámynd: Óttarr Makuch

Blessaður Gísli,

Það er óhætt að segja að þú hafir komið góðri umræðu hér af stað.  Ég fagna tilkynningunni frá Árna Matt. að framundan sé lausn fyrir þá sem vilja ekki auglýsingar á bloggið hjá sér og spennandi verður að fylgjast með hvernig sú lausn kemur til með að líta út.

Óttarr Makuch, 16.2.2008 kl. 10:38

37 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Sæll Óttarr

Hver er þessi Árni?

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 16.2.2008 kl. 10:44

38 Smámynd: Óli Jón

Ágætu bloggarar, kverúlantar og tuðarar! 

Hverjar eru raunverulegar skyldur mbl.is við bloggara? Hvar stendur það skrifað að Árvakri beri, endurgjaldslaust, að láta öllum í té aðgang að vefsvæði sem er rándýrt í uppsetningu og rekstri? Ég skora á tuðarana að setja upp sitt eigið bloggsvæði á heimasvæðum sínum sem þeir fá með Net-tengingum sínum og kanna síðan eftir allt erfiðið hvort þeir séu þá ekki bara prýðilega sáttir við NOVA auglýsinguna. Þeir munu fljótt komast að því að auglýsingin er bara ekki svo slæm.

Þá eru þau rök kostuleg að bloggari geti lent í því að fá inn á bloggsvæði sitt auglýsingu frá fyrirtæki sem keppir við atvinnuveitanda hans. Með sömu rökum ætti enginn að geta auglýst í Fréttablaðinu eða 24 stundum því þar geta auglýsingar komið illa við einhverja.

Þá finnst mér þetta 'snjallræði' margra að loka fyrir auglýsingar á vefsíðum nokkuð vafasamt uppátæki. Það hlýtur hver heilvita maður að sjá að ef auglýsendur hafa ekki hag af því að auglýsa á mbl.is þá hefur Árvakur engan hag af því að halda vefsvæðinu úti. Það merkir, fyrir þá sem ekki geta leitt það dæmi út til enda, ekkert mbl.is og ekkert blog.is. Kannski er það bara lausnin; engin vefsvæði og þ.a.l. engar auglýsingar? Þvílík sæla væri það!

Ég hef áður líkt auglýsingasneyddum vefsvæðum við þjófnað enda er sú líking afar nærtæk. Vefgestur nýtur þeirra gæða sem vefsvæðið býður upp á, en vill ekki hafa fyrir því að efna sinn hluta 'samningsins', þ.e. að umbera nokkrar auglýsingar í staðinn. Með sama hætti ætti ég að geta rölt inn til Jóa Fel., gripið tertusneið og labbað út án þess að borga. Er einhver munur þar á? Er í raun til dæmi um meiri heimtufrekju? Að vilja fá eitthvað sem er ókeypis ENNÞá meira ókeypis? Hvað er næst? Mun þetta fólk vilja fá greitt fyrir að lesa mbl.is?

Ég hvet Moggann reyndar til þess að bjóða áskriftarfyrirkomulag að bloggsvæðinu, en mig grunar að á endanum muni bloggarar ekki flykkjast til hans með greiðslukort sín á lofti. Það er nefnilega, eftir allt saman, voðalega ljúft að fá hlutina frítt!

En æ hvað ég á bágt að þurfa að horfa á þessa auglýsingu! Ó mig auman!

Óli Jón, 16.2.2008 kl. 16:01

39 Smámynd: Óttarr Makuch

Mér skildist að Árni væri allt í öllu á mbl.is þ.m.t blog hlutanum, veit samt ekkert um það - hann virðist ansi oft svara fyrir þeirra hönd í það minnsta.  

Óttarr Makuch, 16.2.2008 kl. 17:57

40 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Hef nú í þriðja sinn sent póst á blog@mbl.is en ég gerði það á föstudaginn og þeir hafa enn ekki svarða mér.

Þó sð einhver Árni sé með komment hér inni þá finnst mér það ekkert svar frá forsvarsmönnum bloggsins.

Er ekki sjálfsögð kurteisi að svara svona erindi?

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 17.2.2008 kl. 20:53

41 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Hvers vegna vill einhver auglýsa á mbl.is? Jú vegna þess að sá vefur, sem og blog.is, er vel sóttur. Stór hluti þeirra heimsókna eru heimsóknir á blog.is. Hvort heldur erum við bloggarar, eða aðrir sem nenna að lesa bloggin okkar. Þeir sem fara á blog.is fara gjarnan líka á mbl.is og öfugt. Það er því staðreynd að vegna tilurðar moggabloggsins geta moggamenn sýnt fram á fleiri heimsóknir og meiri umferð um vefinn sinn og þ.a.l. auðveldar það þeim sölu auglýsinga og verðleggingu þeirra. Því er það ekkert annað en dónaskapur að ætla að láta þá blæða, sem eiga stóran þátt í vinsældunum.

Brjánn Guðjónsson, 17.2.2008 kl. 21:26

42 Smámynd: Óttarr Makuch

Rétt er það Gísli, það er ekkert nema sjálfssagt að þeir svari erindi þínu sem þú sendir á þá, þrátt fyrir að einhver komment hafi komið í athugasemdakerfin. 

Reyndar er það alveg út í hött að þeir séu ekki búnir að svara erindi sem þeim barst s.l. föstudag, en vonandi færðu nú svar fljótlega og kannski leyfir þú okkur að sjá svarið sem þú færð?

Óttarr Makuch, 20.2.2008 kl. 00:11

43 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Óttarr

Ég er búinn að senda sama erindið á þá í þrígang ...

Sé reyndar að þeir eru eitthvað að breyta "áskriftinni" að bloginu.

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 20.2.2008 kl. 15:41

44 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Hér koma skeytasendingar mínar til blog@mbl.is vegna þessa:

From: Gísli og Klara Lísa 

Sent: 14. febrúar 2008 23:48

To: 'blog@mbl.is'

Subject: FW: Moggablogg

Importance: High ??? gisliivars.blog.is From: Gísli og Klara Lísa

Sent: 8. febrúar 2008 20:17

To: 'blog@mbl.is'

Subject: FW: Moggablogg

Importance: High Ég bíð enn eftir svari vegna þessa… From: Gísli og Klara Lísa

Sent: 8. febrúar 2008 14:32

To: 'blog@mbl.is'

Subject: Moggablogg Hver gefur ykkur leyfi til þess að setja aulýsingar inn á blogsíðu hjá mér og öðrum blogurum á MBL.is?Ég sjálfur er að starfa hjá fyrirtæki í samkeppnisrekstri og gæti miðað við þetta lent í því að fá auglýsingu frá mínum aðal samkeppnisalila inn á siðuna mína. Þetta er neytt inn á okkur hvort sem okkur líkar betur eða ver og tel ég þetta vera mjög gróft brot.MBL.is er þarna að græða á auglýsingum (væntanlega gerið þið þetta ekki frítt) og notar grunlausa blogara í það. Ég ætlast til þess að fá svar vegna þessa en blogarar á mbl.is hafa rætt sig saman vegna þessa og finnst gróflega á sér brotið. KveðjaGísli B. Ívarsson gisliivars.blog.is 

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 20.2.2008 kl. 16:00

45 Smámynd: Óli Jón

Er ekki áhugavert til þess að hugsa að ef ekki væri fyrir NOVA auglýsinguna þá væri blog.is ekki til staðar sem vettvangur fyrir þetta vandlætingar raus? Árvakur skuldar engum neinar skýringar á neinu, enda hefur það ætíð verið ljóst að blog.is yrði fjármagnað með auglýsingum.

Hvað varðar framhald á starfrækslu blog.is þá tel ég að fólk verði að velja einhvern eftirtalinna kosta:

  • gjaldfrjálst blog.is með auglýsingum
  • áskriftarknúið blog.is án auglýsinga *
  • engar auglýsingar og engin áskrift = ekkert blog.is

Er fjórði kosturinn til? Ef svo er, hver er hann? Það dugar ekki að segja

  • gjaldfrjálst blog.is án auglýsinga

enda á sá kostur sér enga stoð í raunveruleikanum!

----------------------------

* ég giska á að það verði hámark 10 bloggarar sem nýti sér þennan valkost og að rúmlega helmingur þeirra muni ekki endurnýja áskriftina þegar hún rennur út!

Óli Jón, 20.2.2008 kl. 16:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband