Loftnet á flugi

Þurfti í morgun að skrölta upp þak eins og eftir síðasta vonda verður og laga hjá mér örbylgjuloftnetið.  Það hafði nú ekki farið langt og lá í snjónum á þakinu.  Heyrði það í alla nótt dingla utan í rörinu sem heldur diskinum og loftnetinu en einhvern tíman í nótt hætti glamrið þannig að ég vissi þá að það var losnað.

Ég vona að ég þurfi ekki að fara mánaðarlega eða svo og laga hjá mér loftnetið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Ég vona líka að það verði óþarfi að laga loftnetið aftur í vetur. Grunar þó að einhverjir stormar verði til viðbótar, áður en vorið fær að koma. Farðu vel með þig og ykkur.

Bjarndís Helena Mitchell, 9.2.2008 kl. 23:58

2 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Góður Guðlaugur.

Síðast þegar það fór þá losnaði upp á skrúfunum en núna hreinlega rifnaði festingin í sundur.

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 10.2.2008 kl. 23:51

3 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Það gengur mikið á þessa dagana og eins og veðrið sé að gefa okkur tóninn varðandi pólitík og annað......

Vilborg Traustadóttir, 11.2.2008 kl. 20:30

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hér er allt í gegnum ADSL og rok skiptir mig engu máli sem betur fer.

Ásdís Sigurðardóttir, 11.2.2008 kl. 21:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband