9.2.2008 | 22:42
Loftnet á flugi
Þurfti í morgun að skrölta upp þak eins og eftir síðasta vonda verður og laga hjá mér örbylgjuloftnetið. Það hafði nú ekki farið langt og lá í snjónum á þakinu. Heyrði það í alla nótt dingla utan í rörinu sem heldur diskinum og loftnetinu en einhvern tíman í nótt hætti glamrið þannig að ég vissi þá að það var losnað.
Ég vona að ég þurfi ekki að fara mánaðarlega eða svo og laga hjá mér loftnetið
Athugasemdir
Ég vona líka að það verði óþarfi að laga loftnetið aftur í vetur. Grunar þó að einhverjir stormar verði til viðbótar, áður en vorið fær að koma. Farðu vel með þig og ykkur.
Bjarndís Helena Mitchell, 9.2.2008 kl. 23:58
Góður Guðlaugur.
Síðast þegar það fór þá losnaði upp á skrúfunum en núna hreinlega rifnaði festingin í sundur.
Gísli Bergsveinn Ívarsson, 10.2.2008 kl. 23:51
Það gengur mikið á þessa dagana og eins og veðrið sé að gefa okkur tóninn varðandi pólitík og annað......
Vilborg Traustadóttir, 11.2.2008 kl. 20:30
Hér er allt í gegnum ADSL og rok skiptir mig engu máli sem betur fer.
Ásdís Sigurðardóttir, 11.2.2008 kl. 21:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.