10.000 Garbæingar

Garðbæingar náðu í lok janúar þeim áfanga að verða í fyrsta sinn fleiri en tíu þúsund. Páll Hilmarsson, forseti bæjarstjórnar Garðabæjar, fagnaði þessum áfanga í dag með því að afhenda fjölskyldu tíu þúsundasta Garðbæingsins góðar gjafir. Garðbæingur númer tíu þúsund er, samkvæmt upplýsingum frá þjóðskrá, lítil stúlka sem fæddist 30. janúar sl., dóttir hjónanna Hrannar Sigríðar Steinsdóttur og Jóns Vilbergs Magnússonar.

10 þúsundasti Garðbæingurinn

Á myndinni heldur Páll Hilmarsson á 10 þúsundasta Garðbæingnum. Með á myndinni eru foreldrar stúlkunnar.

Góðar gjafir frá fyrirtækjunum í Kauptúni

Fyrirtækin í Kauptúni, nýja viðskiptahverfinu í Garðabæ, Bónus, Byko, IKEA og Max buðu tíu þúsundasta Garðbæinginn velkominn í heiminn með því að gefa fjölskyldu hennar 10 þúsund króna gjafabréf hvert. Páll kom færandi hendi með gjafabréfin ásamt fallegum blómvendi frá Blómabúðinni á Garðatorgi.

Með fyrstu íbúum Akrahverfis

Fjölskylda tíu þúsundasta Garðbæingsins býr í Akrahverfinu, nýjasta hverfinu í Garðabæ en það hverfi er nú óðum að fyllast af íbúum. Fjölskyldan flutti í Garðabæinn úr Kópavoginum fyrir rúmu ári og var þá með fyrstu íbúum Akrahverfisins. Nýfædda stúlkan á tvö eldri systkin. Bróðir hennar er orðinn mikill Garðbæingur, hann stundar nám í Hofsstaðaskóla og er byrjaður að æfa með Stjörnunni. Systirin byrjar í Hofsstaðaskóla næsta vetur.

Í heimsókn sinni til fjölskyldunnar minnti Páll Hilmarsson á að rúm þrjú ár eru síðan níu þúsundasti íbúinn var boðinn velkominn í bæinn. Hann sagði að áfram væri gert ráð fyrir mikilli íbúafjölgun næstu árin og áratugina enda ætti Garðabær mikið af góðu byggingarlandi þar sem ný íbúðahverfi muni rísa í náinni framtíð.

Ég óska foreldrunum og Garðabæ til hamingju með áfangann

(af vef Garðabæjar)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Til lukku með það. Er rokið að ganga niður hjá ykkur??

Ásdís Sigurðardóttir, 8.2.2008 kl. 22:37

2 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Hvaða mont er ýkkur þarna, eruð farin að fara á fæðingardeildina og skrá nýfædda eða hvað?

Segi sonna - til lukku með þann tíuþúsundasta!

Edda Agnarsdóttir, 9.2.2008 kl. 14:57

3 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Takk fyrir Ásdís og Benedikt

Edda:  Ég get allavegana sagt að ég er montinn af Garðabæ

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 9.2.2008 kl. 22:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband