Hver hefði trúað þessu?

Það eru ekki nema örfá ár síðan núverandi forseti var óvinsælasti stjórnmálamaður landsins en núna, örfáum árum síðar, virðist meginþorri þjóðarinnar vilja sjá hann áfram í þessu embætti.

Um forsetatíð Ólafs Ragnars er hægt að segja að hann hafi oftast aðeins verið sem "týpískur" forseti en oft hefur mér þótt hann fara offarir í þessu starfi, en það er auðvitað mín skoðun.

Forsetaembættið hefur breyst mikið í hans tíð sem forseti og veit ég ekki endilega hvort það sé embættinu til framdráttar.

Ég held að við ættum að hugsa okkur vel un næst þegar við kjósum forseta


mbl.is 86% styðja Ólaf Ragnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Ætli þetta spegli ekki líka afstöðu margra til embættisins? Meðan Ólafur stendur sig ekki illa þá er engin ástæða til að skipta honum út. Hér í Svíþjóð halda margir hinsvegar ennþá að forseti Íslands heiti Vigdís Finnbogadóttir og þeir sem vita að hún er ekki lengur forseti vita fæstir hvað Ólafur heitir.

Ásgeir Rúnar Helgason, 2.2.2008 kl. 11:33

2 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

Já hver er þessi maður?? Skartgripur 'Islendinga? Hvað er hann að gera fyrir okkur ekki baun.

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 2.2.2008 kl. 17:35

3 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Pólitískt?

Ég hélt að allt í kringum forsetaembættið væri ópólitískt?

Sigurbjörg:  Sammála

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 2.2.2008 kl. 22:00

4 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Hvern vilt þú sjá sem forseta ?

Mér finnst gaman að pæla í þessu með það hvað margir úti í heimi þekkja Vigdísi.

Nú þegar er fólk farið að velta fyrir sér næsta forsetefni á Íslandi og hef ég séð nöfn eins og Eva María, Sigríður Snævar, Ásdís Halla og Jón Ásgeir.

Ég gæti hugsað mér Ásdísi Höllu - hef mikið álit á henni.

Edda Agnarsdóttir, 3.2.2008 kl. 13:37

5 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Hæ Edda

Af þeim sem þú nefnir þá myndi ég einnig helst vilja sjá Ásdís Höllu.  Aðra kandídata hef ég ekki að sinni.

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 3.2.2008 kl. 15:27

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þurfum við nokkuð forseta?  segi bara svona.  Hef aldrei haft neitt á móti forsetum landsins.

Ásdís Sigurðardóttir, 3.2.2008 kl. 20:41

7 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Ástþór, held ekki Gunnþór en hann er allavegana að hrista aðeins upp í þessu.

Ásdís:  Þetta er góð spurning hjá þér, þurfum við að hafa forseta?

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 3.2.2008 kl. 22:05

8 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Ef við eigum að vera með forseta þá verður hann að vera góður og óumdeildur.

Pólitíkusar eiga ekki að vera forsetar.

Það að vera með  fjarmálaráðherra er mun mikilvægara starf heldur en það að vera með forseta.  Forestaembættið hefur orðið of mikið glamúr og Séð og heyrt embætti í tíð núverandi forseta.  Þannig á það ekki að vera.

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 3.2.2008 kl. 22:41

9 Smámynd: Vendetta

Ástþór kemur auðvitað ekki til greina sem forseti, en við hljótum að eiga einhverja valinkunnugt fólk, sem hvorki eru stjórnmálamenn, embættismenn, ofsatrúarmenn, femínistar, fyrrum afbrotamenn, fjármálaspekúlantar né klikkaðir. Mér þætti gaman að sjá listamann eða listakonu á Bessastöðum í fyrsta sinn. Ég hef áður stungið upp á Garðari Córtez söngvar og Halldóri Guðmundssyni rithöfundi. En þeir mundu ennilega aldrei fara í framboð.

Ásdís Halla, er hún ekki fyrrverandi bæjarstjóri í Garðabæ? Dugar ekki (pólítíkus). Ég hef ekkert á móti Jóni Ásgeiri, en vil hann ekki sem forseta. Ég hef heldur ekkert á móti Ólafi Ragnari persónulega, og mér fannst gott að hann stóð í hárinu á Íhaldinu, en ég er búinn að fá hálfgert leið á honum eftir allan þennan tíma (mjög dauður og stífur í allri framkomu).

Og Vigdísi hef ég aldrei þolað. Gegnum-væmin, sleikjuleg, öfgafemínisti sem var ævinlega að þrugla á þesari óþolandi skandínavísku af því að hún kunni ekkert af Norðulandamálunum

Ég mundi vilja, yrði ég spurður, breyta stjórnarskránni þannig að forsetinn mætti aðeins sitja í tvö eða í mesta lagi þrjú kjörtímbil. Þá myndu fleiri fara í framboð. Nú verður Óli Grís sennilega sjálfkjörinn.

Vendetta, 6.2.2008 kl. 19:16

10 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Já Vandetta, það er verst að hann sé sjálkjörinn, en það er í anda kommúnisma sem hann valdist upp við

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 6.2.2008 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband