29.1.2008 | 20:21
Grímuball
Við í vinnunni hjá mér ætlum að vera með grímuball nú í febrúar og þarf maður nú á leggja höfuðið í bleyti um hvað við Klara eigum að vera.
Merkilegt nokk þá hvarflaði fyrst að mér að vera Ólafur F, Villi eða Bingó, þó að ég hefði síst af öllu viljað vera í hans sporum (eða fötum).
Nú kalla ég eftir góðum hugmyndum og útfærslum vegna þessa og vona að fá einhverja "brillíant" hugmyndir frá ykkur.
Ég er reyndar með eitt í huga en vil sjá hvort eitthvað annað komi upp úr pottunum.
Athugasemdir
hm - mér finnst æðislegt þú gætir klætt þig upp sem kona og verið femmi eða Jóhanna góðhjartaða, kannski Þorgerður Katrín eða Hanna Birna!
Edda Agnarsdóttir, 29.1.2008 kl. 20:40
Ég var svosem búinn að hugsa þetta og gæti vel hugsað mér að vera Þorgerður Katrín eða Hanna Birna - Jóhanna, nei takk.
Femmi, er það svona femínísti? Hvernig á ég að vera klæddur sem Femmi?
Takk fyrir frábærar hugmyndir
Gísli Bergsveinn Ívarsson, 29.1.2008 kl. 20:47
Þú villt ekki mæta sem kona, þá verður þú færður niður um 2 launaflokka á mánudaginn.
En annars fær Dorit mitt atkvæði. Já eða Bíngó Bjössi :)
Ívar Hannesson (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 22:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.