29.1.2008 | 00:15
Spaugstofan á laugardaginn var skemmtileg
Ekki vil ég taka undir það sem margir hafa sagt um að Spaugstofan hafi farið yfir mörkin með þættinum á laugardaginn.
Fólk í opinberum störfum verður að geta tekið því að verða skotspónn þeirra Spaugstofumanna en frægt er þegar Davíð var með sína Bermúdaskál og þegar Steingrímur Hermannsson mundi ekki eftir því sem hann hafði sagt og er það enn fast við þessa ágætu menn.
Enn er gert grín af Árna Johnsen og þeim mistökum sem hann gerði og áfram mætti telja.
Prestar og prelátar hafa einnig fengið sitt hjá Spaugstofunni Þáverandi biskup fékk sinn skerf af þessu á sínum hremmingum sem og Eyþór Arnalds þegar hann var á leiðinni til "Tuborg", og núna er það Ólafur F. Magnússon og Vilhjálmur sem viðrast eiga við einhverja veilu að stríða.
Það er náttúrulega helst verið að veitast að Spaugstofunni og þeirra listsköpun og verður það að teljast ritskoðun af verstu gerð en þannig viðgengst aðeins þar sem lýðræðið fær ekki að njóta sín.
Ég held með Spaustofunni í þessu máli og hlakka mikið til að sjá næsta þátt.
Athugasemdir
Var ég heppin að missa af þessu??? Var í afmæli mömmu sem getur enþá klifrað fjöll og varð áttræð.( á milli okkar hef ég alltaf kallað hana Herforingja.Vonandi er ég ekki vond stelpa að seigja svona.
Sigurbjörg Sigurðardóttir, 29.1.2008 kl. 00:25
Sigurbjörg. Þú misstir af miklu, segi ég.
Gísli Bergsveinn Ívarsson, 29.1.2008 kl. 00:28
Jeg så ikke humoren i dette.
Det som gleder en, ryster en annen. For meg så var det som om TV pasienten var en galing og man er vant til at psykisk syke blir framstilt på lerretet som noen vettløse tullinger.Det øker bare fordommene. Jeg så for meg gjøkeredet som gikk på kino for flere tiår siden da jeg så pasientsketsjen.
Guttene i Spaugstofan blir bare grovere og grovere og har for lengst mistet humoren. Jeg gidder ihvertfall ikke bruke tid til å se på det tullet mere.
Heidi Strand, 29.1.2008 kl. 00:35
Ég er sammála þér, Gísli. Spaugstofan var betri en hún hefur verið lengi. Og það var ekki verið að gera grín að Ólafi, frekast þvert á móti virtist hann með meira viti en hin. Hins vegar var gert grín að öllum öðrum, og það er allt í lagi.
Sérstaklega var hæðzt að Birni Inga, og það var enn betra.
Vendetta, 29.1.2008 kl. 10:58
Gott Vandetta að við erum sammálu um þetta.
Getur einhver þýtt fyrir mig dönskuna, en ég skil ekki alveg allt þó mér skiljist að Heidi sé mérekki sammála.
Vá mér finnst einhvernvegin eins og síðan mín sé orðin alþjóðleg
Gísli Bergsveinn Ívarsson, 29.1.2008 kl. 20:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.