24.1.2008 | 17:49
Er þetta einhverjum til framdráttar?
Það var hreint ótrúlegt að fylgjast með framferði fólks á pöllunum í Ráðhúsinu í dag. Verst fannst mér þó að heyra að Dagur væri að þakka fyrir þessar aðgerðir.
Dagur fannst mér sýna á sér nýja og óvænta hlið en þetta var honum ekki til framdráttar
Ég held reyndar að svona framkoma sé engum til framdráttar
Harma framferði ungliðahreyfinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég reikna þá með að þú sért samþykkur þeim aðgerðum sem verið var að mótmæla?
Benjamín Plaggenborg, 24.1.2008 kl. 18:52
Fólk er búið að fá nóg held ég þetta var uppsöfnuð reiði.
Þórdís Bára Hannesdóttir, 24.1.2008 kl. 18:59
Hvar var þetta sama fólk þegar valdaránið átti sér stað fyrir 100 dögum síðan ?
Áttu kanski einhverjir aðrir að mótmæla þá ?
Eru það bara vinstrimenn sem láta svona ?
Viðar Freyr Guðmundsson, 24.1.2008 kl. 19:14
Viðar, ég gagnrýni ekki mótmæli þegar troðið er á réttindum fólks. Þessu fólki fannst troðið á réttindum sínum, og hefði einhverjum fundist troðið á réttindum sínum og átt jafn fárra kosta völ að tjá óánægju sína og í þessu tilfelli áður hefði ég ekki gagnrýnt mótmæli þeirra.
Benjamín Plaggenborg, 24.1.2008 kl. 20:02
Dagur sýndi nýja hlið það er rétt, þetta er í fyrsta sinn sem ég hlusta á hann og heyri hvað hann segir.
Ásdís Sigurðardóttir, 24.1.2008 kl. 20:50
Hvað sem fólki finnst um þessa nýju stjórn þá er þetta jú eitthvað sem er orðið en þessi tveir flokkar hafa ákveðið að starfa saman og "nota bene" gert með sér málefnasamning sem er eitthvað sem fyrri meirihluti virtist vera í vandræðum með.
Dagur sýndi mikið dómgreinarleysi að þakka þessum óróaseggjum fyrir mótmælin. Hann sagði síðan "þau ætla" að reka ykkur á dyr ef þið sýnið ekki stillingu. Þvílík vanvirðing og hroki.
Gísli Bergsveinn Ívarsson, 24.1.2008 kl. 22:15
Ég spyr, á hvaða réttindum var troðið, þegar lýðræðislega kjörnir fulltrúar koma sér saman um að vinna saman! Ég er ekki að skilja hvernig er verið að troða á ykkar réttindum þegar menn sem fólkið kaus kemur sér saman um að vinna saman að þeim málum sem það var kosið til að gera.
Gestur Halldórsson, 24.1.2008 kl. 22:29
Mikið til í þessu Gestur. Vel mælt
Gísli Bergsveinn Ívarsson, 24.1.2008 kl. 22:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.