Fumlaust stjörnuhrap

Í nokkra mánuði hef ég beðið eftir því að skrifa um fall nýja R-listans og er það nú komið mun fyrr en mig hefði grunað og því enn gleðilegra en ella.

Þetta fall hjá nýjum "stjörnum" vinstrimanna, þeim Svandísi og Degi, er töluvert og hafa boðuð fumlaus vinnubrögð greinilega ekki verið viðhöfð, nema það að vera án samstarfssamnings í rúmlega 100 daga sé þeirra sýn á fumlaus vinnubrögð.

Eftir þetta fall nýja R-listans sýnist mér ljóst að R-listinn hafi endanlega rekið inn síðasta naglann í kistuna og gefa okkur Sjálfstæðismönnum nýtt og annað tækifæri til þess að rétta við slagsíðuna sem komin var á Reykjavíkurborg eftir valdatíð vinstrimanna í borginni.

Maður vonar og treystir að nýtt samstarf muni standa á traustum grunni og þeim skýra málefnasamning sem aðilar hafa orðið ásáttir um, en greinilegt er að þessi nýi meirihluti hefur verið mun samstígari en sá sem fallinn er og gefur það góð fyrirheit um nýtt meirihlutasamstarf.

Ég fagna því að Sjálfstæðisflokkurinn sé aftur kominn til valda í höfuðborginni

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Er ekki sammála þér um að þetta sé traust samband. Aldrei fyrr í Íslandssögunni og hvergi í heiminum hefur verið lagst jafn lágt til að ná völdum.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 22.1.2008 kl. 21:17

2 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Þórdís:  Ég segist vona og treysta.  Svo er bara að bíða og vona.

Ólafur:  Hvað hefur þetta með lýðræðið að gera?

Guðlaugur:  Hvað er svona merkilegt við það?

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 22.1.2008 kl. 23:56

3 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Sæll Guðlaugur

Ég hef ekki lent í þessu eins og þú, en nú sem endranær er ég stolltur af því að vera sjálfstæðismaður.

Ólafur:  Þetta hefur ekkert með lýðræðið að gera.  Það voru kosningar og þar fékk hver flokkur sín atkvæði og geta þvi flokkar sem meirihluta atkvæða myndað stjórn miðaða við það.  Það er mjög einfalt en svona er þetta og svona hefur þetta verið.  Niðurstöður skoðanakannana mynda ekki ríkisstjórnir eða sveitastjórnir.

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 23.1.2008 kl. 16:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband