"Hugsum áður en við hendum"

Var nú um helgina staddur í Stykkishólmi til þess að fylgja úr vör verkefni sem vinnan mín er að hefja vegna sorphirðu á Stykkishólmi.

Stykkishólmur mun fyrst sveitarfélaga á Íslandi ganga alla leið í flokkun heimilissorps og fórum við nokkrir úr vinnunni í öll hús í Stykkishólmi til þess að kynna verkefnið og svara þeim spurningum sem íbúar gætu haft vegna þessa nýja fyrirkomulags.

Sérstaklega ánægjulegt var að heyra hvað íbúar Stykkishólms eru jákvæðir fyrir þessu nýja fyrirkomulagi og stoltir af því frumkvæði sem bæjarstjórn Stykkishólms sýnir með þessu frumvæði.

Ég óska íbúum Stykkishólms til hamingjum með að "hugsa áður en þeir henda"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Frikkinn

Var að spá í hvað þið ætlið að gera , ég hef starfað hjá Sorpu sl. 11 ár og er áhugasamur um umhverfismál. þannig að forvitnin vaknaði hjá mér.

Frikkinn, 20.1.2008 kl. 18:36

2 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Sæll "Frikkinn"

Við gætum hæglega kynnt þetta verkefni fyrir starfsmönnum SORPU en við höfum alla tíð átt sérstaklega góð samskipti við SORPU.

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 20.1.2008 kl. 19:51

3 Smámynd: Rebbý

gott að það gekk vel  fáum nánari fréttir af ferðinni á morgun

Rebbý, 20.1.2008 kl. 20:34

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Frábært framtak.  Gangi ykkur vel með þetta áfram.   

Ásdís Sigurðardóttir, 20.1.2008 kl. 21:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband