17.1.2008 | 22:18
Rotary
Var nú í kvöld tekinn inn í Rotaryklúbb hér í bæ en áður hafði ég verið kynntur inn af Rotaryfélögum úr þeim klúbbi.
Svona félagsskap, sem starfar fyrir opnum tjöldum, tel ég vera mjög góðan vettvang til þess að efla tengslanet og styrkja mig sem einstakling, en einnig til þess að fræðast um málefni líðandi stundar.
Hér að neðan koma upplýsingar um Rotary og fyrir hvað það stendur (af heimasíðu Rotary).
Rótarýhreyfingin er starfandi í 166 löndum. Klúbbar eru 32.180 og félagar rúmlega 1.2 miljón. Á Íslandi eru starfandi 28 klúbbar með tæplega 1100 félögum. Ísland er eitt umdæmi en alls eru umdæmi í heiminum 529. Ísland er það land sem hefur flesta rótarýfélaga miðað við íbúafjölda.
Meginmarkmið Rótarýhreyfingarinnar er að stuðla að friði og bættum skilningi meðal manna, bæði á alþjóðlegum vettvangi og í íslensku samfélagi. Önnur megin markmið Rótarý eru að vinna að háleitum siðfræðilegum hugsjónum og stuðla að yfirgripsmiklu framlagi til mannúðar- og menntamála, ekki síst í þróunarlöndunum og taka þátt í alþjóðlegum verkefnum.
Rótarýklúbbar starfa að ýmsum framfara- og stuðnings málum í sinni heimabyggð, vinna að verkefnum á landsvísu. Á innlendum vettvangi kemur Rótarýhreyfingin að margvíslegum samfélagsmálum. Má þar nefna stuðning við aldraða, fatlaða og námsmenn auk umhverfismála í nágreni við klúbbana, en þar má meðal annars nefna framtak Seltjarnarnesklúbbsins til varðveislu Nesstofu og til verndar lands- og mannvistarleifa í Gróttu. Umhverfismál og landvernd eru og verða ofarlega á dagskrá Rótarýhreyfingarinnar hér á landi.
Ég hlakka mikið til að starfa í Rotary og vona að ég nái að láta gott af mér leiða
Athugasemdir
Ég þekki marga sem hafa starfað með Rotary, það virðist vera góður félagsskapur. Góða skemmtun og ég vona að þetta starf verði þér til ánægju.
Ásdís Sigurðardóttir, 17.1.2008 kl. 22:39
Til hamingju með að vera komin í Rotary Gísli. Ég er sannfærð um það að þú eigir eftir að láta til þín taka í þessum félgsskap.
Það má margt blaðra um félagsskap karla og lokaða klúbba karla - en að koma með þvílíka yfirlýsingu sem fylgir ekkert annað en dónaskapur finnst mér ekki eiga heima í athugasemdum hjá manneskju sem er að segja frá tilhlökkun sinni við að vera með í félgsskap sem hefur starfað að líknar- mennta- og þróunarmálum, eins Guðlaugur gerir hér í athugasemdum.
Edda Agnarsdóttir, 19.1.2008 kl. 17:43
Hver er munurinn á Rotary-klúbbi og Frímúrarareglunni? Er það síðarnefnda leynifélag fyrir hátekjufólk?
Vendetta, 20.1.2008 kl. 03:02
Sæll Guðlaugur
Það þarf enginn að vernnda mín skrif eða mína síðu. Þetta sem þú segir er algjört kjatæði, svo ekki sé meira sagt. Þetta er ekki bara karlaklúbbar en konur eru þar að koma mjög sterkar inn.
Vendetta, ef þú lest hvað ég skrifaði þá er Rotary algjörlega fyrir opnum skjöldum, en ég taldi mig hafa komið tilgangi Rotary vel til skila.
Edda, takk kærlega fyrir að "verja" málstaðinn en þú mátt hvenær sem er skrifa hvað sem þú vilt en kommentera hvað sem þú vilt á mína síðu.
Guðlaugur finnst mér gera lítið út mér Eddu og sjálfum sér með því sem hann segir, en er auðvitað frjálst að segja það sem hann vill hvar sem er og hvenær sem er.
Gísli Bergsveinn Ívarsson, 20.1.2008 kl. 17:59
Rétt hjá þér Guðlaugur.
Alltaf er betra að segja það sem sannast reynist og vera ekki að fara af stað með munnmælasögur á opinberum vettvandi. Það kann oft ekki góðri lukku að stýra.
Ég viðurkenni að ég tók stinnt upp það sem þú sagðir um Rotary en hitt sem mér líkaði ekki er að þú sért að gera lítið úr því að einhver sé að setja út á komment annarra inn á minni síðu um það sem annar hefur sagt.
Gísli Bergsveinn Ívarsson, 20.1.2008 kl. 19:47
Það sem ég vildi gagnrýna er að kalla einhvern verdara síðunnar minnar.
Gísli Bergsveinn Ívarsson, 21.1.2008 kl. 09:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.